Lesið og lært


Lesið og lært

Lesið og lært

Ljósmynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Myndin er tekin af gangi í tengibyggingu frá Háksólatorgi að Gimli. Myndin er tekin í gegn um glugga á ganginum með innsigli Háskólans í forgrunni og lesandi meistaranema fyrir innan.  Gluggarnir á ganginum sem vísa út, speglast í glugganum með bláma útiljóssins.  Fyrir innan eru alvörugefnir meistaranemar í ,,hlýju” gula ljóssins að nema sín fræði.  Vélin var á 1/30 hraða og ljósopi 4,5 með brennivídd 18.  Markmiðið var að halda nokkuð góðum fókus í gegnum myndina.  Ramminn skiptist upp í nokkra fleti með lóðréttum línum, samskeyti glugga og veggs, samskyti í gleri og speglun ,,útiglugga” í inniglugga. Myndin er tekin að morgni mánudagsins 7. febrúar 2011 á Canon EOS 350D ljósmyndavél.

deila á facebook