Afmælisveisla á Háskólatorgi

Háskólatorg

Næstkomandi fimmtudag þann 6. október verður boðið upp á köku á sviði Háskólatorgs kl. 14:00. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, var tekin tali á afmælisvef skólans.

„Stúdentaráð verður á staðnum og sér um að útdeila kökunni. Við hvetjum fólk til að mæta og fá sér súkkulaðiköku í góðum fíling!“ segir Rebekka og tekur fram að kökuboðið sé tilkomið vegna 100 ára afmælis Háskóla Íslands.

„Þetta verður hálfgerð upphitun fyrir föstudaginn 7. okt. en þá bjóða SHÍ, Félagsstofnun stúdenta og Landsbankinn stúdentum við HÍ á tónleika á Nasa. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, húsið opnar kl. 20. Fram koma Úlfur Úlfur, Kiriyamo family, Búdrýgindi, Mammút, Retro Stefson og Agent Fresco. Aðgangur er ókeypis gegn framvísun stúdentakorts,“ segir Rebekka.

 

deila á facebook