ALDARSAGA HÁSKÓLA ÍSLANDS
 1911–2011

Aldarsaga Háskóla Íslands.

Í tilefni af 100 ára afmæli HÍ er komin út Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011. Um er að ræða mjög umfangsmikið og vandað rit, tæplega 900 blaðsíður að lengd og skreytt rúmlega 300 myndum af margvíslegu tagi.

Í bókinni er meðal annars sagt frá fyrirrennurum Háskólans, embættismannaskólunum í Reykjavík, stofnun og skipulagi Háskólans, húsnæðismálum hans, átökum við ríkisvaldið, einkum um stöðuveitingar allt þar til ríkið afsalaði sér valdi yfir þeim um 1990. Sagt er frá róttækri stúdentahreyfingu á árunum í kringum 1970 og nýjum áherslum í menntamálum. Rakið er hvernig áhersla færðist smám saman frá embættismenntun til grunnmenntunar og síðan yfir á rannsóknir og rannsóknartengt nám. Raktar eru breytingar á kennsluaðferðum og námsaðstöðu, einnig aðbúnaði og félagsaðstöðu stúdenta.

Höfundar: Guðmundur Hálfdanarson
 - Sigríður Matthíasdóttir
 - Magnús Guðmundsson

Ritstjóri: Gunnar Karlsson

deila á facebook