Fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi fer fram í Háskóla Íslands dagana 25.-27. ágúst. Þá er von á á þriðja þúsund evrópskra stjórnmálafræðinga á rástefnu á vegum European Consortium of Political Research í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Ráðstefnan er einn af stóru viðburðum Háskóla Íslands á 100 ára afmælisári hans.
Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið í um fjögur ár enda um yfirgripsmikið og flókið verkefni að ræða. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður nýrra rannsókna á sviði stjórnmálafræði í 2500 erindum á um 500 málstofum undir um 60 efnisflokkum.
Dagskráin er 3 heila daga frá 25.- 27. ágúst. Á opnunarhátíð ráðstefnunnar sem haldin verður fimmtudaginn 25. ágúst í Eldborg í Hörpu mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson halda hátíðarerindi. Tvennar hringborðsumræður eru skipulagðar. Á föstudaginn föstudaginn 26. ágúst verður fjallað um Smáríkin og heimskreppuna, en á laugardeginum er rætt um Alþjóðavæðingu, jafnrétti kynjanna og stjórnmál.
Meira í viðburðadagatali Háskóla Íslands
Myndir: Háskólasvæðið fyllist af ráðstefnugestum