Welfare and professionalism in Turbulent Times

Anni Haugen, lektor í félagsráðgjöf og einn af aðstandendum ráðstefnunnar.

Sameiginleg Norræn ráðstefna um velferðarmál verður haldin í Reykjavík 11. - 13. ágúst 2011. Undirbúningsaðilar eru Félagsráðgjafardeild HÍ, Þroskaþjálfaskor Menntavísindasviðs HÍ, Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafarfélag Íslands og Ís-Forsa (Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf). Ráðstefnan er tilvalið tækifæri til umræðu um hugmyndir og þróun velferðarmála, stefnumótun, vinnuaðferðir og rannsóknir í Norrænu ljósi.

„Ráðstefnan Welfare and professionalism in Turbulent Times hefst þann 11. ágúst á Háskólatorgi, sá staður var valin til þess að minnast aldarafmælis skólans, en á opnuninni verður boðið upp á fyrirlestur og móttöku,“ segir Anni Haugen, lektor í félagsráðgjöf og einn af aðstandendum ráðstefnunnar og tekur fram að nú þegar séu rúmlega 400 þátttakendur skráðir.

„Vert er að vekja athygli á því að fyrr um daginn frá klukkan 13.00 – 16.00 verður „pre conference“ sem þátttakendur geta skráð sig í. Þar verður fjallað um velferðarkerfið, kreppuna og uppbygginguna,“ segir Anni en tekur þó fram að þeir sem kjósa að hlusta ekki á þá fyrirlestra eigi þess kost að fara að skoða stofnanir og heyra um starfsemina sem fyrirlesararnir munu fjalla um í erindum sínum.

„Málstofur ráðstefnunnar verða allar föstudaginn 12. ágúst og verða 30 talsins. Efni þeirra er afar fjölbreytt, tvær fjalla um efnahagskreppu og viðbrögð við henni, bæði gagnvart notendum og starfsmönnum en önnur efni eru á dagskrá t.d. innflytjendur, öldrun, ofbeldi, menntun fagfólks, stefnumótun og barnavernd og svo lengi mætti telja“ segir Anni að lokum.

Meðal aðalfyrirlesara verða:

  • Björn Hvinden, Professor, Head of Research & Deputy Director Norwegian Social Research (NOVA).
  • Jan Tøssebro, Professor. The Norwegian University of Science and Technology.
  • Jorma Sipilä, Professor (emeritus). University of Tampere.
  • Rannveig Traustadóttir, Professor. University of Iceland.
  • Sigrún Júlíusdóttir, Professor. University of Iceland.

Nánar er hægt að kynna sér efni ráðstefnunnar á vef hennar: http://gestamottakan.is/welfare2011/home.html

deila á facebook