Svipmyndir úr sögunni
Um svipmyndir úr sögunni 1911-2011
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eru hér birtar ljósmyndir með stuttum textabrotum þar sem stiklað verður á stóru í 100 ára sögu skólans. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á aldarsöguriti um Háskóla Íslands, sem gefið verður út á árinu og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.
Þegar smellt er á einstakar myndir stækka þær á skjánum. Í mörgum tilvikum er um að ræða myndasyrpur. Þegar farið er með bendilinn á myndina kemur í ljós ör í hvítum ferningi efst í hægra horni og þegar smellt er á hana birtist næsta mynd í syrpunni. Einnig er hægt að nota örvalykla til að fletta myndum í myndasyrpunni.


1921 | ||
![]() Stúdentaráð Háskóla Íslands stofnar mötuneyti fyrir stúdenta, Mensa academica, í nóvember 1921. Það var til húsa í Lækjargötu 2 og starfaði þar í átta ár. Markmiðið var að bjóða nemendum háskólans upp á fæði á viðráðanlegu verði og var mötuneytið mjög vel sótt framan af enda varð staðurinn að nokkurs konar félagsheimili stúdenta. Nokkuð dró úr aðsókninni undir lokin þannig að Stúdentaráð neyddist til að loka mötuneytinu í byrjun sumars árið 1929. Ástæðan var viðvarandi hallarekstur. ![]() Mensa academica, eða mötuneyti stúdenta, í Lækjargötu 2. Björn Magnússon, síðar guðfræðiprófessor, tók myndina af sessunautum sínum vorið 1927. Frá vinstri: Guðmundur Ólafs, síðar lögfræðingur og bankastjóri, Sveinn Ingvarsson, síðar forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, og Ólafur Þorgrímsson, síðar hæstaréttarlögmaður. | ||
1922 | ||
![]() Hópmynd af stúdentum og kennurum guðfræðideildar vorið þetta ár. Lánasjóður stúdenta stofnaður Lánasjóður stúdenta stofnaður. Sjóðurinn náði aldrei flugi. Deildir Háskólans veittu nemendum sínum hins vegar náms- og húsaleigustyrki en skólinn fékk fjármagn til styrkjanna úr ríkissjóði og allt frá stofnun skólans voru styrkirnir sérstakur liður á fjárlögum. Skilyrðin sem Alþingi setti í upphafi voru að styrkina mætti aðeins veita reglusömum og efnalitlum nemendum og að húsaleigustyrkurinn ætti einungis að renna til utanbæjarmanna. Þrátt fyrir styrkjakerfið unnu flestir stúdentar á sumrin og margir sinntu launavinnu samhliða náminu til að geta framfleytt sér. Fjáröflun vegna stúdentagarðs Haustið 1922 hefjast nemendur við Háskóla Íslands handa við að afla fjár til byggingar stúdentagarðs. Fjáröflunin fór fram með ýmsum hætti, s.s. með söfnun áheita og sölu happdrættismiða. Stærri framlög einstaklinga, sýslu- og sveitarfélaga skiluðu þó mestu. Þeir sem greiddu 5.000 krónur til byggingar garðsins fengu að ráða nafni eins herbergis, sem var þá kennt við ákveðið hérað, bæ eða einstakling, og því hvaða stúdentar nytu forgangs við úthlutun þess. | ||
1923 | ||
Stúdentar gangast undir meistarapróf Fyrstu stúdentar í íslenskum fræðum gangast undir meistarapróf. Stúdentum gefst kostur á ókeypis böðum Háskólaráð samþykkir að mæla með því við Stjórnarráð Íslands að veita fé til að gefa stúdentum háskólans kost á ókeypis leikfimi og böðum. Þetta var gert að beiðni stúdenta. Ríkisstjórnin veitti fé í þessu skyni fyrir árin 1923 og 1924 en hætti síðan fjárveitingunni því að ráðamenn töldu að um fjáraustur væri að ræða. | ||
1924 | ||
Stúdentablaðið kemur út í fyrsta sinn Stúdentablaðið kemur út í fyrsta sinn í desember 1924. Það var síðan gefið óreglulega út. Hlé var gert á útgáfunni árin 1989 og 1991. Sigurði Nordal veittur styrkur til ritstarfa Meirihluti þingmanna samþykkir um vorið að Sigurði Nordal yrði veittur sérstakur 3.000 króna styrkur til ritstarfa sem bættust við prófessorslaun hans. Tillagan mætti harðri andstöðu því að þingmenn óttuðust að hún myndi hrinda af stað flóði svipaðra beiðna frá öðrum kennurum háskólans. Þó var hún samþykkt að lokum því að ekki þótti gott að missa svo merkan fræðimann í íslenskum fræðum úr landi. Styrkurinn varð til þess að Sigurður hafnaði prófessorsstöðu sem honum bauðst í Noregi á þessum tíma. | ||
1925 | ||
![]() Læknanemar í 1. hluta við líkskurð í „Fjósinu“, 1925. Frá vinstri: Karl Vilhjálmur Guðmundsson, Björn Bjarnason (andaðist á námsárum sínum), Gísli Friðrik Petersen, Stefán Guðnason, Högni Björnsson, Bjarni Sigurðsson og Jón Steffensen (með pípu, sem félagar hans kölluðu „klósettið“). Fremst til hægri er Valtýr H. Valtýsson. Kennurum í íslenskum fræðum fjölgar Kennurum í íslenskum fræðum fjölgar og dósentsembætti var stofnað í málfræði og sögu íslenskrar tungu. Urðu þá kennaraembættin í íslenskum fræðum þrjú, í málfræði, bókmenntum og sögu. Við það sat í nærfellt tvo áratugi. | ||
1926 | ||
![]() Læknanemar í verklegri efnafræði. Efnarannsóknastofa ríkisins var í bakhúsi við Hverfisgötu 44. Trausti Ólafsson tók við forstöðumannsstarfi á rannsóknastofunni er hann kom heim frá námi árið 1921. Árið 1937 var starfsemin flutt í atvinnudeild Háskólans og var Trausti forstjóri hennar frá 1937-1940, deildarstjóri iðnaðardeildar frá 1937-1940 og kennari við læknadeild frá árinu 1921-1960. ![]() Guðfræðinemar, ásamt Sigurði P. Sívertsen prófessor, í kennslustofu guðfræðideildar veturinn 1926-1927. Stúdentakór stofnaður Stúdentakór stofnaður fyrir forgöngu Stúdentaráðs og var fyrsti stjórnandi hans Sigfús Einarsson organisti. Upphaflega voru rúmlega 30 manns í söngsveitinni en Stúdentaráð lagði henni til fé fyrst um sinn. | ||
1927 | ||
Tillögur um nýjar og hagnýtar kennslugreinar Offjölgun stúdenta er mikið til umræðu á árunum 1927-1928. Tillögur koma upp um að stofna til nýrra og hagnýtra kennslugreina sem tækju eitt ár, s.s. verslunar- og kennaranámskeiða, sem myndu veita straumi menntamanna inn í nýjar starfsstéttir. Íþróttaiðkun stúdenta Nokkrir áhugamenn um íþróttir á meðal stúdenta halda uppi fimleikaæfingum og kennslu í íslenskri glímu. | ||
1928 | ||
Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað 7. apríl. Þann dag komu sex konur saman í Reykjavík, að frumkvæði dr. Bjargar C. Þorláksson, í þeim tilgangi að stofna félag íslenskra háskólakvenna. Tilgangurinn var að koma á sambandi við menntakonur erlendis. Anna Bjarnadóttir, BA og kennari, gekkst þó aðallega fyrir stofnun félagsins sökum þess að Björg var búsett í Kaupmannahöfn. ![]() Sjálfboðaliðar í grunni fyrirhugaðs stúdentagarðs á Skólavörðuholti. Á myndinni er Magnús Jónsson, dósent í Guðfræðideild (þá settur prófessor), ásamt nemendum sínum. ![]() Teikningin er eftir Tryggva Magnússon og birtist í Stúdentablaði árið 1928 þegar Þorkell var formaður stúdentagarðsnefndar. Íþróttafélag stúdenta stofnað Íþróttafélag háskólans stofnað 21. janúar. Fyrsti kennari hjá félaginu var Björn Jakobsson. Leikfélag stúdenta stofnað Leikfélag stúdenta stofnað 23. febrúar fyrir forgöngu fjögurra fyrrverandi forvígismanna leiklistar í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1921-1925, Lárusar Sigurbjörnssonar, Ólafs Þorgrímssonar, Guðna Jónssonar og Þorsteins Ö. Stephensen. Stofnendur félagsins voru 45 að tölu. | ||
1929 | ||
Eini starfsmaður í stjórnsýslu HÍ framan af Pétur Sigurðsson, meistari í íslenskum fræðum, var háskólaritari í 34 ár, 1929–63, og framan af eini starfsmaðurinn í stjórnsýslu Háskólans. Hér á myndinni til hliðar stendur Pétur í dyrum hússins við Vonarstræti 4, þar sem Happdrætti Háskóla Íslands var til húsa í fyrstu, enda var Pétur líka framkvæmdastjóri þess allt til ársins 1963. Stúdentaráð útbýr skírteini Stúdentaráð útbýr sérstök skírteini handa háskólastúdentum er sýna nafn, aldur, heimili og námsgrein. | ||
1930 | ||
![]() Háskólinn hefur í byrjun október 20. starfsár sitt í bráðabirgðahúsnæðinu í Alþingishúsinu við Austurvöll. Enn áttu eftir að líða tíu ár þar til háskólinn fluttist í eigið húsnæði, Aðalbygginguna, árið 1940. Launabreytingar dósenta Lögum breytt þannig að dósentar fluttust sjálfkrafa í starf prófessors, með sömu réttindum og skyldum og aðrir prófessorar háskólans, eftir sex ár í embætti. Með lagabreytingunni náðu dósentar byrjunarlaunum prófessora eftir sex ár í starfi. Áður höfðu laun dósenta verið föst, þ.e. þau hækkuðu ekki með starfsaldri líkt og laun prófessora gerðu. Rektorum Háskóla Íslands varð tíðrætt um launakjör kennara í opinberum ræðum sínum og bréfum til stjórnvalda. | ||