Svipmyndir úr sögunni
Um svipmyndir úr sögunni 1911-2011
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eru hér birtar ljósmyndir með stuttum textabrotum þar sem stiklað verður á stóru í 100 ára sögu skólans. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á aldarsöguriti um Háskóla Íslands, sem gefið verður út á árinu og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.
Þegar smellt er á einstakar myndir stækka þær á skjánum. Í mörgum tilvikum er um að ræða myndasyrpur. Þegar farið er með bendilinn á myndina kemur í ljós ör í hvítum ferningi efst í hægra horni og þegar smellt er á hana birtist næsta mynd í syrpunni. Einnig er hægt að nota örvalykla til að fletta myndum í myndasyrpunni.


1931 | ||
Háskóli Íslands 20 ára Í byrjun háskólaárs 1931-1932 fagnaði háskólinn 20 ára afmæli sínu. Við það tækifæri hélt háskólarektor, Ólafur Lárusson, ræðu þar sem hann rakti lauslega sögu skólans. Sagði hann m.a. að stúdentafjöldinn hefði þrefaldast á þessum 20 árum en samt byggi skólinn enn við sömu þrengslin og fyrr í bráðabirgðahúsnæðinu í Alþingishúsinu, sem raunar hefðu ágerst með fjölgun stúdentanna. Hann minntist á að hugmyndir um að takmarka aðgang að skólanum, sér í lagi að lagadeild og læknadeild, hefðu verið ræddar innan skólans. Væri það ekki síst vegna þess að í þessum stéttum væri „yfirfullt“. Fjöldi þeirra sem lokið höfðu prófi frá HÍ Rektor rakti að um 270 manns hefðu þegar lokið prófi frá skólanum frá upphafi og að þá um haustið væru tveir erlendir fræðimenn gestkomandi við skólann, annar frá Sorbonne-háskóla og hinn frá Berlínarháskóla, og báðir myndu þeir halda fyrirlestra við skólann. | ||
1932 | ||
Skráðir stúdentar við HÍ Haustið 1932 voru 17 stúdentar skráðir í guðfræðideild, þ.a. tveir nýstúdentar. Í læknadeild voru skráðir 72 stúdentar, þ.a. 15 sem voru skrásettir nýir á skólaárinu. Í lagadeild voru skráðir 54 stúdentar, þ.a. 10 sem skrásettir voru nýir á skólaárinu. Í heimspekideild voru 17 stúdentar, þ.a. 8 nýir. Af þessum 180 stúdentum voru fimm konur, ein í lagadeild og önnur í læknadeild en í heimspekideild voru þrjár konur en engin í guðfræðideild. Taflfélag stofnað í Háskóla Íslands Taflfélag stofnað í skólanum þetta ár. | ||
1933 | ||
Happdrætti Háskóla Íslands stofnað Happdrætti Háskóla Íslands stofnað með lögum. Meginástæða þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar fjárveiting fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Happdrættið er í eigu Háskóla Íslands og tilgangur þess er að afla fjár til húsbygginga skólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Fram til þessa dags hafa nær allar byggingar háskólans verið reistar fyrir ágóða af rekstri HHÍ. Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs teknar upp með lagabreytingu. Sérstakir listar voru boðnir fram í kosningum til ráðsins og fljótlega mynduðust pólitísk samtök sem sáu um slík framboð. Fyrstu samtökin, Félag róttækra háskólastúdenta, voru stofnuð árið 1933. Innan þeirra störfuðu stúdentar sem hallir voru undir Kommúnistaflokkinn í landsmálum en að þeim stóðu einnig framsóknarmenn og kratar. | ||
1934 | ||
![]() Dregið í fyrsta sinn í Happdrætti Háskóla Íslands 10. mars á leiksviðinu í Iðnó. Allt frá stofnun happdrættisins árið 1933 hefur það fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands. Húsnæði og tæki Háskólans eru því ekki keypt fyrir skattfé almennings, heldur að langstærstum hluta fyrir framlög frá HHÍ. Happdrætti Háskóla Íslands gekk mjög vel frá byrjun því að strax á fyrsta starfsárinu nam hreinn ágóði þess tæpum 100 þúsund krónum, eða nær einum sjötta hluta áætlaðs byggingarkostnaðar háskólabyggingarinnar. ![]() Fyrstu stúdentarnir flytja inn á stúdentagarðinn um haustið. Sumarið 1933 hafði verið hafist handa við byggingu stúdentagarðsins rétt sunnan við Hringbraut, um leið og hætt var við framkvæmdir sem þegar voru hafnar við slíka byggingu á Skólavörðuholti. Stúdentagarðurinn var byggður eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar, húsameistara ríkisins, og tóku framkvæmdir skamman tíma. Í húsinu voru vistarverur fyrir 37 stúdenta, herbergi fyrir garðprófast, lestrarsalur, bókaherbergi og íþróttasalur í kjallara. Byggingarnefnd stofnuð Fimm manna byggingarnefnd Háskóla Íslands komið á fót 16. maí að tillögu Sigurðar Nordals prófessors. Nefndin átti að hafa umráð og umsjón með háskólabyggingunni. Erlendir kvensendikennarar Fyrstu konurnar er kenndu við Háskóla Íslands með reglulegum hætti komu úr röðum erlendra sendikennara, þær Fanny Petitbon, franskur sendikennari á Íslandi á árunum 1934-1936, og Anna Z. Osterman, sænskur sendikennari 1938-1942. Félag þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað Félag þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað. Starfsemi félagsins beindist aðallega gegn Félagi róttækra háskólastúdenta sem stofnað hafði verið árinu áður og var yfirlýst markmið þess að vekja stúdenta til vitundar um óþjóðholla starfsemi marxista á Íslandi. | ||
1935 | ||
![]() Á öðru starfsári Happdrættis Háskóla Íslands jókst sala happdrættismiða og ágóði af þeim til muna. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, stofnað Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, stofnað. Félagið starfar enn undir því nafni. | ||
1936 | ||
![]() Stúdentar og aðrir verkamenn sem unnu við að grafa grunn háskólabyggingar síðsumars 1936. ![]() Hornsteinn lagður að Aðalbyggingu á hátíðisdegi stúdenta, 1. desember. Fjölmiðlar hömpuðu þessum merkisviðburði og tengdu hann við þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. Morgunblaðið minnti lesendur líka á þá staðreynd að byggingin ætti að verða fullgerð árið 1940, eða á sama tíma og hefja mátti endurskoðun sambandslagasamningsins frá árinu 1918. ![]() Stjórnarnefnd Árnastofnunar í Kaupmannahöfn, Den Arnamagnæanske Kommission, með fulltrúum frá Háskóla Íslands. Nefndin er hér á fundi 14. september 1936. Sitjandi frá vinstri: Axel Lindvald, Árni Pálsson, Carl S. Petersen og Sigurður Nordal (sem hefur átt fimmtugsafmæli þennan dag). Standandi frá vinstri: Jón Helgason, Ejnar Munksgaard bókaútgefandi, Johannes Brøndum-Nielsen, Einar Arnórsson og Erik Arup, formaður nefndarinnar. Á myndina vantar Halldór Hermannsson og Paul Nørlund. Alþingi samþykkir beiðni nemenda Alþingi samþykkir beiðni nemenda heimspekideildar sem fóru fram á að þeir fengju einkarétt á kennaraembættum í íslenskri sögu, tungu og bókmenntum við ríkisskólana. Áður höfðu nemendur deildarinnar ekki haft forgang að störfum hjá ríkinu. Ný heildarlög um Háskóla Íslands Konungur undirritar ný heildarlög um Háskóla Íslands í byrjun febrúar, hin fyrstu frá upphaflegum lögum frá árinu 1909. Í nýju lögunum var kveðið á um fimmtu deildina við háskólann, atvinnudeild. Bygging húss fyrir atvinnudeildina, norðan við Aðalbyggingu, hófst um sumarið. | ||
1937 | ||
![]() Háskólahúsið í byggingu sumarið 1937. Búið er að steypa upp 1. hæðina og sjást menn þar á plötunni. Atvinnudeildarhúsið, sem þarna sést, hafði verið byggt skömmu áður. Í litla húsinu norðan við nýbygginguna (vinstra megin við hana á myndinni) mun hafa verið búið á þessum tíma og fyrr. ![]() Atvinnudeildarhúsið vígt við hátíðlega athöfn í byrjun háskólaárs haustið 1937. Húsið var byggt fyrir happdrættisfé. Þar áttu aðallega að fara fram hagnýtar rannsóknir tengdar landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði en húsið var einnig notað til efnafræðikennslu læknanema. Háskólayfirvöld gerðu þá kröfu að skólinn fengi yfirráð yfir atvinnudeildinni. Hún varð þó aldrei að raunverulegri háskóladeild. Stofnunin fluttist síðar í áföngum af háskólasvæðinu. Hugmynd um trjástíga Alexander Jóhannesson rektor varpar fram þeirri hugmynd í Stúdentablaðinu að búnir verði til trjástígar og komið fyrir gosbrunni á háskólasvæðinu að enskri og bandarískri fyrirmynd (campus). | ||
1938 | ||
Fleiri stúlkur innritast í Háskóla Íslands Um haustið innritast 16 stúlkur til náms við Háskóla Íslands eða helmingi fleiri en nokkurt einstakt ár í sögu skólans fram að því. Kennsla tekin upp í viðskipta- og hagfræði Viðskiptaháskóli Íslands stofnaður fyrir forgöngu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þremur árum síðar samþykkti Alþingi að taka upp kennslu í viðskipta- og hagfræði við lagadeild Háskóla Íslands og tók skólinn þá við nemendum Viðskiptaháskólans sem var lagður niður. | ||
1939 | ||
Nemendafjöldi fimmfaldast frá stofnun Háskóla Íslands Kennarahópurinn var nokkurn veginn jafn stór og svipað samansettur og við stofnun Háskóla Íslands árið 1911. Nemendafjöldi skólans hafði hins vegar fimmfaldast á sama tíma. Fyrsta háskólahátíð Háskóla Íslands Háskólinn settur á svokallaðri háskólahátíð sem var haldin fyrsta vetrardag ár hvert. Fyrsta háskólahátíðin 26. október þetta ár var einnig söguleg sökum þess að það var í síðasta sinn sem rektor bauð nemendur velkomna í skólann í fundarsal neðri deildar Alþingis. Félag frjálslyndra stúdenta stofnað Félag róttækra stúdenta klofnar á þessu ári þegar stuðningsmenn Framsóknarflokksins stofna Félag frjálslyndra stúdenta. | ||
1940 | ||
![]() Breska hernámsliðið leggur undir sig stúdentagarðinn og breytir honum í hersjúkrahús. Stúdentar mótmæltu harðlega og gengu kröfugöngur að sendiráði Breta. Húsið fékkst ekki afhent aftur fyrr en undir stríðslok. Margir stúdentar áttu við húsnæðisvanda að stríða á þessum tíma. Aðdragandi þessa var að um vorið þetta ár var Ísland hernumið af Bretum og tók hernámsliðið ýmsar opinberar byggingar til sinna nota, í lengri eða skemmri tíma. ![]() Háskólinn flytur í sitt eigið húsnæði, Aðalbygginguna, hinn 17. júní og nýtt og viðburðaríkt framfaratímabil hefst. Húsnæðisskortur hafði haft veruleg áhrif á háskólastarfið áður. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði bygginguna. ![]() Við vígslu háskólakapellu þann 16. júní 1940. Kapellan var vígð degi á undan Aðalbyggingu Háskóla Íslands, þar sem hún er staðsett. ![]() Tillaga til framtíðarskipulags á háskólalóðinni eftir Guðjón Samúelsson. Freymóður Jóhannsson, listmálari, teiknaði myndina undir umsjá Guðjóns. Yfirlit um vísindastarf við Háskóla Íslands Háskóli Íslands gefur út ítarlega skrá um rit allra kennara sem starfað höfðu við skólann frá stofnun til ársins 1940. Flest það sem birst hafði á prenti er talið þar upp, allt frá minningargreinum í dagblöðum til umfangsmikilla vísindarita. Skráin er gott yfirlit yfir vísindastarf við skólann fyrstu áratugina sem hann starfaði. | ||