Svipmyndir úr sögunni
Um svipmyndir úr sögunni 1911-2011
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eru hér birtar ljósmyndir með stuttum textabrotum þar sem stiklað verður á stóru í 100 ára sögu skólans. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á aldarsöguriti um Háskóla Íslands, sem gefið verður út á árinu og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.
Þegar smellt er á einstakar myndir stækka þær á skjánum. Í mörgum tilvikum er um að ræða myndasyrpur. Þegar farið er með bendilinn á myndina kemur í ljós ör í hvítum ferningi efst í hægra horni og þegar smellt er á hana birtist næsta mynd í syrpunni. Einnig er hægt að nota örvalykla til að fletta myndum í myndasyrpunni.


1961 | ||
![]() Haldið upp á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands, föstudaginn 6. október, í Háskólabíói, sem var einmitt vígt við þetta tækifæri, að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú, ríkisstjórn Íslands, fulltrúum erlendra háskóla og ýmsum öðrum gestum, kennurum og stúdentum. ![]() Háskólabíó vígt 6. október á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Háskólabíósbyggingin er hönnuð af Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og reist á árunum 1956-1961. Háskólabíó er kvikmynda-, ráðstefnu- og tónleikahús sem stendur við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. ![]() Loftmynd af háskólasvæðinu, Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu, Suðurgötu, Melavellinum og Jarðfræðahúsinu (húsi atvinnudeildarinnar). Saga Háskóla Íslands: Yfirlit um hálfrar aldar starf Í tilefni af 50 ára afmæli Háskólans árið 1961 var gefin út bókin Saga Háskóla Íslands: Yfirlit um hálfrar aldar starf. Guðni Jónsson prófessor samdi bókina. Grunnur að samkomulagi um fornhandrit Þjóðþing Danmerkur samþykkir lög þess efnis að afhenda Íslendingum megnið af íslenskum fornhandritum í varðveislu danskra safna. Lögin, sem þjóðþingið danska samþykkti og voru grunnurinn að samkomulagi þjóðanna, voru síðan endanlega staðfest af hæstarétti Danmerkur með dómi árið 1971. Var sáttmálinn fullgiltur 1. apríl 1971 og lauk þar með handritadeilum þjóðanna sem staðið höfðu um áratuga skeið. Árnastofnun tók handritin til varðveislu. Tilurð Handritastofnunar Íslands Á 50 ára afmælishátíð háskólans, 6. október 1961, lýsir menntamálaráðherra því yfir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands að ákveðið hafi verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun Handritastofnunar Íslands. Var það gert og samþykkt sem lög frá Alþingi 14. apríl 1962. | ||
1962 | ||
Bókagjafir í tilefni af hálfrar aldar afmæli HÍ Ársauki háskólabókasafns varð einn mesti í sögu safnsins, eða 6.800 bindi. Í tilefni aldarafmælis skólans árinu áður bárust safninu fjölmargar bókagjafir. | ||
1963 | ||
![]() Háskóli Íslands fær Loftskeytastöðina við Suðurgötu til afnota. Hún var í fyrstu höfð fyrir starfsemi Eðlisfræðistofnunar. Síðar fluttist Raunvísindastofnun í Loftskeytastöðina og þá var húsið nýtt til eðlisfræðikennslu og ýmissa nota á vegum verkfræði- og raunvísindadeildar. ![]() Þetta ár kaupir Háskóli Íslands húseignina að Aragötu 9 til að nota sem lesrými fyrir stúdenta í lögfræði og viðskiptafræði. ![]() Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, heimsækir háskólann. Hann afhenti væntanlegri Raunvísindastofnun bækur að gjöf, en Bandaríkjamenn höfðu áður lagt verulegt fé til stofnunarinnar. Rektor gaf forsetanum Guðbrandsbiblíu ljósritaða í tilefni heimsóknarinnar. Hér sjást varaforsetinn og Ármann Snævarr háskólarektor virða fyrir sér líkan að fyrirhuguðu húsi Raunvísindastofnunar. Á myndinni sjást einnig (frá vinstri) James Penfield, sendiherra Bandaríkjanna hérlendis, og prófessorarnir Trausti Einarsson og Leifur Ásgeirsson. | ||
1964 | ||
![]() Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) stofnuð í desember þetta ár til þess að sjá um rekstur IBM 1620 tölvu Háskólans með 40.000 (40 KB) stafa minni og ritvél sem inntaks-/úttakstæki. Framkvæmdabankinn gaf Háskóla Íslands tölvuna. Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið „computer“ varð orðið „tölva“ fyrir valinu. Íslensk málnefnd stofnuð Íslensk málnefnd stofnuð með ráðherrabréfi 30. júlí þetta ár. Hún starfar nú samkvæmt 9. grein laga nr. 40/2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hlutverk nefndarinnar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu og gera tillögur um málstefnu. Nefndin semur íslenskar ritreglur sem m.a. gilda um stafsetningarkennslu í skólum og menntamálaráðherra gefur út. ![]() Fyrsta skóflustungan tekin að húsi Raunvísindastofnunar 1964. Fé veitt til frjálsrar rannsóknastarfsemi Af fjárlögum fyrir árið 1964 er fé veitt í fyrsta skipti til frjálsrar rannsóknastarfsemi. Háskólaráð setti reglur um þetta efni. Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands stofnaður Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem hlut áttu í stofnun Eimskipafélags Íslands. | ||
1965 | ||
![]() Rútum lagt fyrir framan Háskóla Íslands, fimm í röð. Þjóðminjasafn Íslands sést í bakgrunni. ![]() Hótel Garður er rekin af Stúdentaráði og hefur yfir að ráða 160 gistirúmum í báðum stúdentagörðunum og selur gestum mat og veitir aðra þjónustu. Þetta ár er hótelið rekið í sjötta sinn yfir sumartímann. Ágóðanum af hótelrekstrinum er varið til endurbóta á húsnæði og húsbúnaði garðanna. Myndin er af Steinari Berg Björnssyni og Kristjáni Torfasyni, hótelstjórum á Hótel Garði. Steinar Berg tók við hótelstjórninni af Herði Sigurgestsyni um mitt sumar 1963. Nýtt kennsluskipulag staðfest Nýtt kennsluskipulag staðfest í byrjun september. Samkvæmt nýrri reglugerð um nám í heimspekideild átti BA-próf að vera fyrsta háskólapróf allra er þar hæfu nám. Að BA-prófinu loknu gátu nemendur lokið prófum í uppeldis- og kennslufræði og öðlast kennararéttindi eða lagt fyrir sig framhaldsnám sem leiddi til kandídats- eða meistaraprófs. Hópur stundakennara HÍ reynir að fá bætt kjör sín Hópur stundakennara reynir að fá bætt kjör sín í Háskóla Íslands. Á þessum árum mátti sjá hvernig kröfur voru að myndast um fastmótaðra skipulag innan skólans. Þannig var t.d. rætt um atriði á borð við það að verkfræðideild skyldi skiptast í fjórar skorir og að hver skor skyldi síðan kjósa fulltrúa í deildarráð. | ||
1966 | ||
![]() Raunvísindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa 12. júlí þetta ár. Forveri hennar var Eðlisfræðistofnun háskólans. Byggingarframkvæmdir undir starfsemi stofnunarinnar við Dunhaga 3 hófust vorið 1964. Samkvæmt reglugerð var stofnuninni skipt í fjórar stofur, í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðeðlisfræði, og tók stofnunin til starfa þótt húsnæðið væri ekki fullbúið. Háskólanefnd stofnuð Háskólanefnd stofnuð þetta ár. Með skipan nefndarinnar voru í fyrsta sinn lögð drög að heildstæðri og almennri áætlunargerð um þróun og framtíð skólans. Með henni fylgdi Háskóli Íslands í fótspor annarra háskóla á Vesturlöndum og hafði nefndin til hliðsjónar áætlanir sem unnar höfðu verið við háskóla á Norðurlöndum þar sem slík áætlunargerð hófust á sjötta áratugnum. Menntamálanefnd Stúdentaráðs hefur starfsemi Menntamálanefnd Stúdentaráðs komið á fót þetta ár þar sem m.a. var talað um að rækta sjálfstæða hugsun í menntastarfi innan veggja háskólans. Árið 1970 hélt menntamálanefndin málstefnu um nýskipan náms í háskólanum og var síðasta tölublað Vettvangs Stúdentaráðs árið 1970 helgað henni. | ||
1967 | ||
![]() Handritastofnun flytur í Árnagarð. Byggingarnefnd Árnagarðs var skipuð í júní árið 1964. Embætti húsameistara ríkisins var falið að teikna og hanna húsið og Kjartan Sigurðsson arkitekt fékk það verkefni að gera teikningarnar. Á fundi háskólaráðs hinn 23. febrúar 1967 var síðan samþykkt að húsinu skyldi gefið heitið Árnagarður. Framkvæmdir við byggingu Árnagarðs hófust árið 1967 og var húsið tekið í notkun um haustið 1969. Fór vígslan fram 21. desember sama ár. Ný lög um námslán og námsstyrki sett Ný lög um námslán og námsstyrki sett. Námslánakerfið var án efa veigamikil forsenda þess að námsmönnum fjölgaði síðar svo mjög á háskólastigi sem raun bar vitni. Námskeið í tölvuforritun haldin fyrir verkfræðistúdenta Námskeið í tölvuforritun haldin fyrir verkfræðistúdenta í Háskóla Íslands, fyrst sem valnámskeið, en frá vetrinum 1967-1968 sem skyldunámskeið. Háskóli Íslands var einn af fyrstu háskólum á Norðurlöndum sem settu tölvuforritun sem skyldugrein í námsskrá. | ||
1968 | ||
![]() Norræna húsið vígt 24. ágúst þetta ár. Húsið er eitt af síðustu verkum finnska arkitektsins Alvars Aalto. ![]() Hluti Atvinnudeildarhússins kemur í hlut háskólans og síðar húsið allt að undanskilinni efstu hæðinni sem Norræna eldfjallastöðin hafði til umráða. Þeir hlutar sem háskólanum tilheyrðu voru notaðir í þágu jarðfræði, landafræði og skyldra greina og kallaðist húsið því Jarðfræðahús. Kennurum á sviði raunvísinda fjölgar Kennurum og sérfræðingum á sviði raunvísinda fjölgar til muna með tilkomu BS-náms í raungreinum á árunum 1968-1970. Fram kom í ræðu rektors á háskólahátíð 1968 að stofnað hefði verið til kennslu í nýjum greinum innan verkfræðideildar, náttúrufræði, jarðfræði, landafræði og líffræði. Hann benti á að miðað væri að því að fjölga hæfum raunvísindakennurum í gagnfræðaskólum. Um leið var nafni deildarinnar breytt og hét hún nú verkfræði- og raunvísindadeild. Félagsstofnun Stúdenta stofnuð Félagsstofnun stúdenta stofnuð og hún tekur við rekstri Gamla-Garðs, Nýja-Garðs, Kaffistofu stúdenta í Aðalbyggingu, Bóksölu stúdenta, barnaheimilisins Efri-Hlíðar og Ferðaþjónustu stúdenta. Félagsstofnun stúdenta var sett á stofn af Stúdentaráði og háskólaráði. Bygging og leiga á stúdentagörðum hefur verið eitt veigamesta verkefni Félagsstofnunar. Háskólaráð útvegaði Félagsstofnun lóðir undir stúdentagarða og leikskóla á háskólalóð en háskólaráð samþykkti byggingarframkvæmdirnar. | ||
1969 | ||
Könnun gerð um áhuga á nýjum greinum við HÍ Könnun gerð um haustið þar sem auglýst var eftir þátttakendum sem áhuga hefðu á að nema nýjar greinar við háskólann. Reyndust þeir alls vera 34. Í ljós kom að þau fög sem stúdentarnir tilvonandi höfðu langmestan hug á að nema voru félagsfræði, félagssálfræði og almenn sálarfræði en einnig vildu þeir tileinka sér sagnfræði og félagslega mannfræði. Aftur á móti reyndust fræðigreinar á borð við hagfræði, tölfræði, lögfræði og stjórnvísindi ekki falla undir áhugasvið þeirra. Skýrslan „Efling Háskóla Íslands“ kemur út Háskólanefnd skilar af sér mikilli skýrslu undir yfirskriftinni „Efling Háskóla Íslands“. Þar voru gerðar tillögur um framtíð háskólans. Fram að útgáfu háskólaskýrslunnar höfðu kennarar ekki skilgreinda rannsóknaskyldu. ![]() Árið 1969 fengu stúdentar í fyrsta sinn rétt á að taka þátt í kosningu rektors. Í kosningu þeirra fékk Jóhann Axelsson, lífeðlisfræðingur og prófessor í læknadeild, flest atkvæði, en það nægði honum ekki til að fá rektorsstarfið. Í síðari umferð var kosið á milli Magnúsar Más Lárussonar og Magnúsar Magnússonar, og sigraði Magnús Már með atbeina stúdenta. ![]() Margrét G. Guðnadóttir skipuð prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Margrét varð þar með fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við háskólann. ![]() Embætti húsameistara ríkisins var falið að teikna og hanna húsið og Kjartan Sigurðsson arkitekt fékk það verkefni að gera teikningarnar. Á fundi háskólaráðs 23. febrúar 1967 var síðan samþykkt að húsinu skyldi gefið heitið Árnagarður. Framkvæmdir við byggingu Árnagarðs hófust árið 1967 og var húsið tekið í notkun um haustið 1969. Fór vígslan fram 21. desember það ár. | ||
1970 | ||
![]() Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum tekur til starfa. Ármann Snævarr, fyrrverandi rektor, beitti sér fyrir því að tekin yrði upp kennsla í hinni nýju fræðigrein. Barátta stúdenta fyrir auknum tækifærum til náms hafði líka mikið að segja um þessa þróun mála. Tók rektor fram við stjórnvöld að skortur væri á menntuðu fólki til að manna störf í félagslegri þjónustu sem verið var að skipuleggja í höfuðborginni á sjöunda áratugnum. ![]() Ólafur Hansson við sagnfræðikennslu í Árnagarði. Myndasyrpan er af kennurum og samstúdentum Pálma Jóhannessonar sem þá nam frönsku, sagnfræði og málvísindi veturinn 1969-1970. Pálmi tók myndirnar, en hann var síðar skrifstofustjóri verkfræðideildar í áratugi. Nefndarálit um tengsl háskólans við rannsóknastofnanir og um stöðu vísindalegra starfsmanna Nefnd á vegum háskólaráðs skilar af sér áliti með yfirskriftinni „Nefndarálit um tengsl háskólans við rannsóknastofnanir og um stöðu vísindalegra starfsmanna“. Þar var lögð áhersla á að kennslustöður við háskólann yrðu jafnframt rannsóknastöður, að akademískt hæfnismat yrði að liggja til grundvallar ráðningu á prófessorum og dósentum og að stefnt yrði að því að margvíslegar innlendar rannsóknastofnanir tengdust háskólanum og háskólakennslu. | ||