Svipmyndir úr sögunni
Um svipmyndir úr sögunni 1911-2011
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eru hér birtar ljósmyndir með stuttum textabrotum þar sem stiklað verður á stóru í 100 ára sögu skólans. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á aldarsöguriti um Háskóla Íslands, sem gefið verður út á árinu og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.
Þegar smellt er á einstakar myndir stækka þær á skjánum. Í mörgum tilvikum er um að ræða myndasyrpur. Þegar farið er með bendilinn á myndina kemur í ljós ör í hvítum ferningi efst í hægra horni og þegar smellt er á hana birtist næsta mynd í syrpunni. Einnig er hægt að nota örvalykla til að fletta myndum í myndasyrpunni.


2001 | ||
![]() Efnt til sérstakrar afmælisviku í byrjun október, 90 árum eftir að kennsla hófst í Háskóla Íslands. Stúdentar hleyptu af stokkunum þjóðarátaki í þágu Háskólans, Morgunblaðið gaf út veglegan blaðauka um sögu Háskólans og stöðu hans í íslensku samfélagi og Sjónvarpið sýndi heimildamyndina, „...ábyrgðin á framtíð þjóðar vorrar...“ Úr sögu Háskóla Íslands, sem gerð var í tilefni afmælisins. Ýmsum afmælum fagnað við HÍ Á árinu var ýmsum stórafmælum innan Háskólans fagnað , auðvitað 90 ára afmæli skólans sjálfs og 90 ára afmæli heimspekideildar, 60 ára afmæli viðskipta- og hagfræðideildar, 50 ára afmæli kennslu í uppeldis- og kennslufræði fyrir kennaraefni, 40 ára afmæli Háskólabíós, 30 ára afmæli sálfræðikennslu við háskólann, 30 ára afmæli Háskólakórsins, 25 ára afmæli félagsvísindadeildar, 25 ára afmæli kennslu í sjúkraþjálfun, 20 ára afmæli kennslu í félagsráðgjöf, 20 ára afmæli Námsráðgjafar Háskólans, 15 ára afmæli Stofnunar Sigurðar Nordals og 10 ára afmæli Rannsóknastofu í kvennafræðum. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sett á laggirnar Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stofnunin var sett á laggirnar í október 2001 í tengslum við 90 ára afmæli Háskóla Íslands og evrópska tungumálaárið. Stofnunin ber nafn Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og hefur hún notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfi sínu. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Hornafirði stofnað Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Hornafirði formlega stofnað 30. nóvember þetta ár. Meginviðfangsefni fræðasetursins eru rannsóknir á sviði umhverfismála og náttúruverndar, einkum í tengslum við ferðaþjónustu og starfsemi á friðlýstum svæðum. Við setrið eru einnig stundaðar rannsóknir á jöklum og loftslagsbreytingum, bókmenntum og listum og í þjóðfræði. ![]() Kennslumiðstöð Háskóla Íslands formlega stofnuð 31. ágúst þetta ár en hafði þá raunar starfað í um tvö ár. Upphaf Kennslumiðstöðvar má rekja til verkefnahóps um fjarkennslu sem var settur á laggirnar að tilstuðlan Páls Skúlasonar, þáverandi rektors. Árið 1998 veitti menntamálaráðuneytið Háskóla Íslands fjárframlag til eflingar upplýsingatækni innan skólans.
Borgarfræðasetur tekur til starfa Borgarfræðasetur tekur til starfa en það starfaði samkvæmt samstarfssamningi milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Borgarfræðasetur var sjálfstæð rannsóknastofnun sem gekkst fyrir rannsóknum á sviðum borgarfræða m.a. með samanburði borgar- og byggðaþróunar á Íslandi og í öðrum löndum. Sagnanetið opnað Sagnanetið opnað 2. júlí þetta ár. Sagnanetið er samvinnuverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Cornell-háskóla í Bandaríkjunum með þátttöku Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sagnanetið veitir aðgang um Netið að stafrænum myndum af u.þ.b. 240.000 blaðsíðum handrita og um 153.000 blaðsíðum prentaðra rita. ![]() Á myndinni eru: dr. Árni Vilhjálmsson, viðskipta- og hagfræðideild, dr. Gísli H. Guðjónsson, læknadeild, dr. Jonna Louis-Jensen, heimspekideild, dr. Karl Tryggvason, læknadeild, dr. Pétur M. Jónasson, raunvísindadeild og dr. Preben Meulengracht Sørensen, heimspekideild. | ||
2002 | ||
Háskóli Íslands tekur upp formlegt gæðakerfi Háskóli Íslands tekur upp formlegt gæðakerfi samkvæmt samþykkt háskólafundar og háskólaráðs 26. júní þetta ár. Gæðakerfið tekur til kennslu, rannsókna, fræðslu og þjónustu á vegum skólans og deilda, stofnana og sameiginlegrar stjórnsýslu. Markmiðin eru fjölmörg, m.a. þau að tryggja sjálfstæði Háskóla Íslands, að deildir sinni öflun, varðveislu og miðlun þekkingar með kennslu, rannsóknum, fræðslu og þjónustu og að kennsla og rannsóknir standist alþjóðlegar gæðakröfur. Kennslukönnun Háskóla Íslands rafræn Um haustið var kennslukönnun Háskóla Íslands og úrvinnsla hennar í fyrsta sinn rafræn. Kennslumiðstöð skólans sér um framkvæmd kennslukannana. Háskóli Íslands lætur eftirleiðis fara fram kerfisbundið mat á störfum kennara, m.a. með kennslukönnunum sem fylgt er eftir með greinargerð eða sjálfsmati kennara og viðbrögðum stjórnunareiningar til þess að bæta kennslu. Nefnd skipuð um málefni fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans Í upphafi árs er nefnd skipuð um málefni fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans. Vinna nefndarinnar fólst annars vegar í því að semja drög að nýrri reglugerð um málefni fatlaðra og hins vegar að setja saman stefnu háskólans í málefnum fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans. Einnig voru í árslok skipaðir starfshópar um ýmis réttindamál stúdenta. ![]() Hópur fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands, Skólabæjarhópurinn svonefndi, kemur saman þann 8. maí þetta ár en hópurinn stendur títt fyrir ferðum af ýmsu tagi fyrir fyrrverandi starfsmenn. ![]() Hönnunarkeppni grunnskólanema sem Barnasmiðjan ehf. og verkfræðideild Háskóla Íslands standa fyrir haldin í fyrsta sinn. Í tilefni af keppninni færði Elín Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar ehf., Háskóla Íslands að gjöf líkan af Aðalbyggingu Háskólans, byggt úr Legó-kubbum. | ||
2003 | ||
Nemendum við Háskóla Íslands fjölgar Nemendum við Háskóla Íslands hefur fjölgað um tæp fjörutíu prósent frá árinu 1998. Fjöldi skráðra nemenda háskólaárið árið 2003 var 8.225 og þar af voru konur 61,2%. Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands sett á laggirnar Sérstök stofnun fræðasetra Háskóla Íslands sett á laggirnar sem rannsókna- og þjónustustofnun sem heyrir undir háskólaráð. Stofnunin heldur utan um starfsemi fræða- og rannsóknasetra Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna háskólans og sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga á landsbyggðinni. ![]() Ný útgáfa af vefkerfi háskólans verður aðgengileg nemendum og starfsfólki HÍ þetta ár. Nýja vefkerfinu var gefið nafnið Ugla og fékk kerfið auk nýja nafnsins einnig nýja vefslóð www.ugla.hi.is. Uglan, innri vefur Háskóla Íslands, er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara háskólans. M.a. á hvert námskeið við skólann, sem skráð er á Ugluna, sinn eigin kennsluvef. Kennsluvefurinn er upplýsingaveita og samskiptavettvangur kennara og nemenda. ![]() Síðasta húsið í stúdentagarðahverfinu Ásgörðum tilbúið þetta ár. Fyrsta húsið í Ásgarðahverfinu var tekið í notkun árið 1993 en síðasta húsið kom svo í fulla notkun haustið 2003. Hverfið er að mestu ætlað einstaklingum og barnlausum pörum en þó eru íbúðir í Eggertsgötu 12 sem eingöngu eru ætlaðar fjölskyldum með 2 börn eða fleiri. ![]() Rannsóknasetur um smáríki formlega opnað við fjölmenna athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 3. júlí. Setrið starfar innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og fer sameiginleg stjórn með málefni þeirra. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum. | ||
2004 | ||
![]() Kennsla hefst í Öskju, nýju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, 7. janúar og voru allir starfsmenn í líffræði, jarð- og landfræði, auk Norrænu eldfjallastöðvarinnar, fluttir í húsið þegar vígsla þess fór fram 15. apríl þetta ár. Nýja byggingin gjörbreytti starfsaðstæðum í jarð- og lífvísindum á Íslandi. Skyldar greinar sameinuðust nú undir sama þaki í Öskju og þar með sköpuðust ný tækifæri til þverfaglegra rannsókna og samvinnu. ![]() Háskóli unga fólksins tekur til starfa. Þann 21. júní mættu 130 börn og unglingar á aldrinum 12-16 ára á háskólalóðina til að taka þátt í vikulangri dagskrá Háskóla unga fólksins sem samanstóð af fjölda námskeiða, fyrirlestra, tilrauna og æfinga á ólíkum fræðasviðum. Dagskránni var ætlað að svala fróðleiksfýsn þátttakenda og kynda undir áhuga þeirra á vísindum og fræðum. ![]() Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum formlega stofnað á árinu. Háskólasetrið heyrir undir Stofnun fræðasetra við Háskóla Íslands . Þar skapast vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög á Suðurnesjum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Raunvísindastofnun skipt upp Með reglugerðarbreytingu í maí 2004 í tilefni af því að Norræna eldfjallastöðin var færð til Háskólans var Raunvísindastofnun skipt upp í tvær faglega sjálfstæðar stofnanir: Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun háskólans og Jarðvísindastofnun háskólans. Jarðvísindastofnun Háskólans Jarðvísindastofnun Háskólans hefur starfsemi 1. júlí með sameiningu Norrænu eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans. Markmiðið er að stofnunin verði alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði jarðvísinda sem endurspegli þekkingu sem byggst hefur upp á Íslandi. Norrænum tengslum starfseminnar er viðhaldið undir heitinu Norræna eldfjallasetrið og unnið að eflingu annarra alþjóðlegra tengsla. Jarðvísindastofnun er til húsa í Öskju. Tungumálavefurinn Icelandic online opnaður Tungumálavefurinn Icelandic online opnaður en þar er að finna kennsluefni í íslensku á veraldarvefnum. Vefnámskeiðin voru þróuð hér á landi og byggjast á kennslufræði og aðferðum sem reynst hafa vel í kennslu á netinu .Vefurinn var þróaður af kennurum og nemendum Háskóla Íslands í samvinnu við íslenskulektora við fimm evrópska háskóla en fyrsta námskeið var tekið í notkun árið 2004. Skráðir notendur Icelandic Online eru tæplega 70.000 en um 600 manns heimsækja vefinn daglega. Aðgangur að vefnum er án endurgjalds. | ||
2005 | ||
![]() Dr. Kristín Ingólfsdóttir tekur við embætti rektors og formanns háskólaráðs Háskóla Íslands, þann 1. júlí þetta ár. Kristín hefur nú verið skipuð í embætti annað kjörtímabil frá 1. júlí 2010. Kristín starfaði áður sem prófessor við lyfjafræðideild skólans. Kristín er fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands. ![]() Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005 en þá voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita stúdentum í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands styrki. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum eftir þessa formbreytingu fór fram árið 2006 . Einkaleyfi fyrir tilteknar rannsóknaniðurstöður Ný lög taka gildi um uppfinningar starfsmanna sem styrkja stöðu Háskóla Íslands og þeirra starfsmanna hans sem sækja um einkaleyfi fyrir tilteknum rannsóknaniðurstöðum. Háskólinn öðlaðist með þessu tilkall til hagnýtingarréttar á uppfinningum starfsmanna sinna. Starfsfólk háskólans hefur frá upphafi til ársloka 2009 fengið skráð tæplega 90 einkaleyfi fyrir uppfinningar og hugverk sín. ![]() Vísindavaka haldin í fyrsta skipti. Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í margvíslegum vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á vísindavöku en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á degi evrópska vísindamannsins sem er ávallt haldinn síðasta föstudag í september. RANNÍS stendur fyrir vísindavöku á Íslandi. ![]() Japanshátíð haldin í fyrsta sinn í Háskóla Íslands. Hún hefur verið haldin í janúar ár hvert síðan. Hátíðin er skipulögð í samvinnu sendiráðs Japans á Íslandi og nemenda í japönsku máli og menningu á Hugvísindasviði. Stúdentamiðlun Atvinnumiðstöð stúdenta og húsnæðis-, kennslu- og barnagæslumiðlun SHÍ sameinast í Stúdentamiðlun sem Félagsstofnun stúdenta rekur. Markmið Stúdentamiðlunar er að auðvelda námsmönnum leit að starfi og auðvelda atvinnurekendum að finna fólk í störf. Stúdentamiðlunin er að mestu gagnvirk og milliliðalaus, þ.e. námsmenn skrá sig á vefinn og atvinnurekendur leita sjálfir í gagnagrunninum. Þá geta atvinnurekendur einnig auglýst eftir starfsfólki á vefnum og námsmenn sótt um laus störf. ASÍS – Asíusetur Íslands ASÍS – Asíusetur Íslands formlega stofnað 16. desember á Akureyri. Hlutverk ASÍS felst einkum í því að stuðla og standa að rannsóknum og menntastarfsemi sem snýr að Asíu. Með starfseminni er markmiðið að efla áhuga íslensks menntafólks á álfunni og þar með auka skilning Íslendinga á henni almennt. Asíusetur Íslands er samstarfsstofnun Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. | ||
2006 | ||
![]() Messa í kapellu Háskóla Íslands þann 9. apríl þetta ár eftir endurbætur og lagfæringar á kapellunni. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 samþykkt á háskólafundi 5. maí og staðfest af háskólaráði 16. maí. Kjarni stefnunnar felst í þremur aðalmarkmiðum: framúrskarandi rannsóknum, framúrskarandi kennslu og framúrskarandi stjórnun og stoðþjónustu. Stefnan felur í sér ríflega eitt hundrað mælanleg og tímasett undirmarkmið sem lúta að öllum sviðum starfseminnar. Í kjölfarið hafa allar deildir háskólans sett sér stefnu og markmið sem byggjast á heildarstefnunni og útfæra þær hana hver á sínum vettvangi. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Stykkishólmi Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Stykkishólmi. tekur til starfa 1. apríl. Áhersla er lögð á rannsóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri náttúru Breiðafjarðar, Snæfellsness og norðanverðs Faxaflóa. Setrið er til húsa í Stykkishólmi. Háskólasetrið hefur mest sinnt fuglarannsóknum og er þá einkum horft til lífríkis Breiðafjarðar og Snæfellsness. ![]() Hinn 2. júní samþykkir Alþingi Íslendinga lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeim voru Íslensk málstöð, Orðabók háskólans, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun sameinaðar frá og með 1. september 2006. Hin nýja stofnun tók við skyldum stofnananna fimm og þeim verkefnum sem þær sinntu. ![]() Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands formlega opnuð 14. júní. Stofnunin varð til við samruna Sjávarútvegsstofnunar og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands og heyrir undir háskólaráð. Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd opnað 12. maí. Rannsóknasetrinu er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum alls þess er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd frá æsku til efri ára. Markmið setursins er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. ![]() Stúdentagarðarnir, Skuggagarðar við Lindargötu, opnuðu 29. ágúst þetta ár. Húsin, sem eru þrjú, eru með samtals 96 einstaklingsíbúðum, þar af þremur fyrir fatlaða. ![]() Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir meðmælum í október þetta ár undir yfirskriftinni „Vér meðmælum öll“. Stúdentar, sem og aðrir sem láta sig menntamál þjóðarinnar varða, voru hvattir til þess að fjölmenna við Aðalbyggingu Háskóla Íslands í þeim tilgangi að mæla með menntun og koma menntamálum í umræðuna fyrir næstu Alþingiskosningar. Frá háskólanum var gengið fram hjá Tjörninni og niður á Austurvöll með trommuslætti, söng og meðmælaskiltum á lofti og þar hófst stutt fundardagskrá. ![]() Þórsteinssjóður stofnaður til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Úr sjóðnum voru sjö blindum og sjónskertum stúdentum veittir styrkir til náms við Háskóla Íslands og hefur Námsráðgjöf Háskóla Íslands umsjón með sértækum úrræðum fyrir þá. Stúdentadansflokkurinn hefur göngu sína Stúdentadansflokkurinn hefur göngu sína 1. febrúar þetta ár. | ||
2007 | ||
Hornsteinn að Háskólatorgi Háskóla Íslands lagður við athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í hólki hornsteinsins, sem er úr ryðfríu stáli, er merki Háskóla Íslands og teikningar af byggingunum, bæði prentaðar og á minnislykli, ásamt sögu Háskólatorgs frá því að hugmyndin kom fyrst fram og allt til þess að hornsteinninn var lagður. ![]() Nýjustu byggingar Háskóla Íslands, Háskólatorg, Gimli og Tröð, vígðar með viðhöfn 1. desember árið 2007. Byggingarnar eru samtals um 10.000 fermetrar. Háskólatorg er á milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss háskólans. Þar er að finna veitingasölu, stóra fyrirlestrarsali og rúmgott alrými. Þar er einnig þjónustuborð fyrir nemendur og gesti Háskólans. ![]() Félagsstofnun stúdenta flytur alla starfsemi sína í Háskólatorg og opnar þar Bóksölu stúdenta og nýjan veitingastað, Hámu. ![]() Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands stofnað á Húsavík þetta ár í kjölfarið á því að snemma árs 2004 hófu Þekkingarsetur Þingeyinga og Náttúrustofa Norðausturlands markvissa vinnu að því að koma upp sérfræðiþekkingu á sviði sjávarspendýra. ![]() Miðstöð munnlegrar sögu tekur til starfa í janúar. Miðstöðinni er ætlað að efla munnlega sögu sem aðferð í sagnfræði. Hún veitir fræðslu um söfnun og notkun munnlegra heimilda, skapar fræðimönnum aðstöðu til rannsókna og stendur fyrir fræðilegri umræðu um munnlega sögu. ![]() Háskóli Íslands gerist aðili að Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Keflavíkurflugvelli í maí þetta ár. Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almenningssamtaka. Keilir byggist upp á fjórum mismunandi skólum: Háskólabrú, sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám, Heilsuskóla Keilis, Orku- og tækniskóla Keilis og Flugakademíu Keilis. Skólinn hefur aðsetur þar sem áður var varnarsvæði bandaríska hersins í Reykjanesbæ. Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum hefur starfsemi í nóvember þetta ár og hefur tvær starfsstöðvar: í Bolungarvík og á Patreksfirði. Háskóli Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaður eru samstarfsaðilar og skipa stjórn setursins ásamt fulltrúa frá Fjórðungssambandi Vestfjarða. Styrkjakerfi komið á fót fyrir aðstoðarkennara úr Rannsóknasjóði háskólans Styrkjakerfi komið á fót fyrir aðstoðarkennara úr Rannsóknasjóði háskólans. Markmiðið er að gera framhaldsnemum kleift að annast hóflega kennslu samfara rannsóknaverkefnum sínum. Sama ár var í fyrsta sinn úthlutað doktorsstyrkjum úr Rannsóknasjóðnum, annars vegar gátu leiðbeinandi og nemandi sótt saman um styrk og hins vegar eingöngu leiðbeinandi. | ||
2008 | ||
![]() Hinn 1. júlí sameinast Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands og um leið tekur gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi hins sameinaða háskóla. Í stað 11 deilda er Háskóla Íslands nú skipað í fimm fræðasvið, Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Hvert fræðasvið skiptist í 3-6 deildir og eru deildirnar 25 alls. Fjölgun námsgreina og aukinn nemendafjöldi Námsárið 1990-1991 voru 42 námsgreinar í boði á 99 námsleiðum með alls 1.512 námskeiðum. Á námsárinu 2008-2009, tæpum tveimur áratugum seinna, voru námsgreinarnar orðnar 88, á samtals 485 námsleiðum og námskeið við Háskóla Íslands 4.600 talsins á námsárinu. Áramótin 2008/2009 bregst Háskóli Íslands við efnahagskreppunni sem reið yfir með því að taka inn ríflega 1.400 nemendur en aldrei fyrr höfðu jafnmargir nemendur skráð sig í nám um áramót. Haustið 2009 hafði nemendum því um fjölgað 20% frá haustinu áður. ECTS-einingar teknar upp við Háskóla Íslands Frá 1. júlí miðast námseiningar í kennsluskrá við svonefndar ECTS-einingar þar sem 5 eininga námskeið samkvæmt eldra kerfi teljast nú 10 ECTS-eininga námskeið og BA- og BS-nám, sem talið hafði verið 90 einingar áður, er metið til 180 ECTS-eininga. Rannsóknastöðustyrkir veittir Rannsóknastöðustyrkir, sem ætlaðir eru vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum fimm árum, veittir í fyrsta sinn. Átta styrkir voru veittir til allt að þriggja ára og gátu akademískir starfsmenn háskólans sótt um þá í samstarfi við nýdoktora. Jafnframt var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum til ráðstefnuferða fyrir meistara- og doktorsnema sama ár. ![]() Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, hlýtur 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu. Styrkurinn rann alfarið til Háskóla Íslands og var þá stærsti rannsóknastyrkur sem komið hafði til skólans. Styrkurinn var nýttur til að koma á stofn Rannsóknasetri í kerfislíffræði við Háskóla Íslands. Setrið er samstarfsverkefni Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. ![]() Fyrsti stúdentinn sem lauk doktorsprófi sameiginlega frá Háskóla Íslands og háskóla erlendis var Mathieu Fauvel, verkfræðingur. Hann stundaði námið við INP í Grenoble í Frakklandi og Háskóla Íslands og brautskráðist í rafmagnsverkfræði 19. febrúar 2008. ![]() Lagadeild fagnaði því 1. október að 100 ár voru liðin frá því að lagakennsla hófst á ![]() Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands stofnaður árið 2008 til að styrkja afburðanemendur til náms við skólann og var fyrst úthlutað úr honum í júní það sama ár. ![]() Nýr ytri vefur Háskóla Íslands opnaður 1. júlí þetta ár. Er vefurinn liður í því markmiði í stefnu Háskóla Íslands að efla upplýsingatækni við skólann. Menntamálaráðherra opnaði nýja vefinn við hátíðarsamkomu á Háskólatorgi í tilefni af sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Vefurinn endurspeglar nýtt skipulag hins sameinaða Háskóla Íslands. Samhliða var unnið að þróun innri vefs og Uglu. ![]() Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stofnsett þann 16. maí þetta ár. Hún er meðal 280 sambærilegra stofnana sem starfræktar eru við háskóla um allan heim. Tilgangur stofnunarinnar er að styðja við nám í kínverskri tungu, sem og fræðslu um kínverska menningu og samfélag. ![]() Jafnréttisskólinn og Edda – öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikafræðum stofnuð. Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum hefur veg og vanda af þessum verkefnum. | ||
2009 | ||
Nóbelsverðlaunahafinn Dalai Lama heimsækir Háskóla Íslands í boði rektors og Hugvísindasviðs þann 2. júní þetta ár. Dalai Lama átti samverustund með stúdentum og starfsfólki skólans. Samkoman fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu. Dagskráin var á þá leið að Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, setti samkomuna, síðan hélt Dalai Lama framsögu og að því búnu átti hann samræðu við þrjá kennara Háskólans. ![]() Nýsköpunarmessa haldin í fyrsta sinn við Háskóla Íslands um miðjan nóvember en að henni stóðu eftirtaldir aðilar: Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands, Upplýsingastofa um einkaleyfi, Innovit, Einkaleyfastofa, Árnason-Faktor og Impra. Messan var hluti af alþjóðlegri athafnaviku sem fór fram samtímis í meira en 100 löndum. Kynnt voru fjöldamörg sprotafyrirtæki sem eiga rætur að rekja til Háskóla Íslands. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi fyrir samfélagið. ![]() Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra hleypt af stokkunum í nóvember 2009 en setrið tók formlega til starfa á degi bókarinnar þann 23. apríl árið eftir. Vígslan fór fram á Skagaströnd þar sem setrið er til húsa. ![]() Fyrirlestraröðin Mannlíf og kreppur – málþing og ráðstefnur um hrunið hefst. Í fyrirlestraröðinni var fjallað um stærsta mál samtímans hér á landi, fall íslensku bankanna og áhrif þess á innviði íslensks samfélags. ![]() Háskóli Íslands setur mikinn svip á mannlífið á Laugarvatni en þar fer fram kennsla í grunnnámi íþrótta- og heilsufræða, sem heyrir undir Menntavísindasvið. Allt bóklegt nám fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs og allt verklegt nám fer fram í þeim íþróttamannvirkjum sem háskólinn á og rekur. Happdrætti Háskóla Íslands 75 ára Byggingar háskólans hafa nær eingöngu verið kostaðar af happdrættisfé. Af því tilefni var sett upp sérstök afmælissýning í Smáralind. Þótt Happdrættið hafi staðið undir byggingum háskólans hafa 70% af tekjum þess runnið aftur til miðaeigenda í formi vinninga, sem er með hæsta vinningshlutfalli sem þekkist í heiminum. Miðstöð framhaldsnáms Miðstöð framhaldsnáms sett á laggirnar árið 2009. Tilgangur hennar er að hafa umsjón með settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Háskóla Íslands og fylgja þeim eftir. Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr Á árinu er Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sett á laggirnar á vegum Lagadeildar. | ||
2010 | ||
![]() Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, varð áttræð 15. apríl 2010. Í tilefni afmælisins heiðruðu fjölmörg félagasamtök og stofnanir, sem og ótal einstaklingar, frú Vigdísi með veglegri hátíðardagskrá í Háskólabíói. Afmælisdagskráin var nefnd „Þú siglir alltaf til sama lands“ og var hún bæði fjölbreytt og fjölsótt. Margir listamenn komu fram og fluttu Vigdísi og gestum list sína og ávörp voru flutt til heiðurs afmælisbarninu. ![]() Vatnsmýrarhátíð Norræna hússins og háskólans sett 15. maí þetta ár við Norræna húsið. Frú Vigdís Finnbogadóttir setti hátíðina, sem helguð var vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börnum landsins og barnamenningu. Nemendafélög HÍ Auk Stúdentaráðs voru árið 2010 starfrækt 60 nemendafélög á vegum nær allra námsgreina í Háskólanum og tengjast nöfn þeirra gjarnan námsgreinum í Háskóla Íslands. ![]() Námsmöguleikar erlendis kynntir á alþjóðadegi Háskóla Íslands þann 14. október þetta ár á Háskólatorgi. Háskóli Íslands starfar með fjöldamörgum háskólum viðs vegar um heiminn og hefur gert skiptisamninga við marga fremstu háskóla heims. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir nemendur við Háskóla Íslands vilji þeir komast tímabundið út í nám og víkka um leið sjóndeildarhringinn, án þess að greiða fyrir það himinhá skólagjöld. Á alþjóðadeginum voru allir þessir möguleikar kynntir og einnig sú menning sem fylgir hverju landi. ![]() Vikuna 11.-18. júní þetta ár, voru einstök tímamót í sögu Háskóla Íslands, þegar samtals sex doktorsvarnir fóru fram á sjö daga tímabili. Er það einsdæmi í starfsemi skólans en þess má geta að Háskóli Íslands er eini háskólinn hér á landi sem heimilt er að brautskrá doktora af öllum fræðasviðum sínum. Allar doktorsvarnir við Háskóla Íslands eru opnar almenningi. Mannerfðafræðistofnun Íslands stofnuð Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Háskóli Íslands settu á laggirnar Mannerfðafræðistofnun Íslands þetta ár til að efla mannerfðafræðirannsóknir og veita framhaldsnemum og ungum vísindamönnum tækifæri til þjálfunar. Gert er ráð fyrir að samstarfsaðilarnir myndi samstillta rannsóknaeiningu, sem nýtir það besta sem hver stofnun hefur fram að færa í formi sérþekkingar, mannauðs, rannsóknareynslu, gagnasafna og lífsýnabanka, til framfara í vísindum og til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og alþjóðasamfélagið. | ||
2011 | ||
![]() Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Í skólanum eru fimm fræðasvið sem hvert um sig skiptist í nokkrar deildir. Fræðasviðin eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Auk þess er við skólann starfræktur fjöldi rannsókna- og þjónustustofnana. Á árinu var opnað viðburðadagatal á afmælis- og söguvef Háskóla Íslands, þar sem dagskránni á árinu verður gerð greinagóð skil. Á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011 kemur út vegleg aldarsaga hans. ![]() Aldarafmæli Háskóla Íslands verður fagnað undir yfirskriftinni Fjársjóður framtíðar. Dagskrá aldarafmælis Háskóla Íslands hófst með formlegum hætti þann 7. janúar 2011 með opnum fundi Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands. Á fundinum var ný stefna Háskóla Íslands kynnt fyrir tímabilið 2011-2016. Við sama tækifæri var sérstakur afmælis- og söguvefur aldarafmælis Háskóla Íslands opnaður. ![]() Fyrsta erindið flutt í fyrirlestraröð rektors Háskóla Íslands á aldarafmæli skólans. Fyrirlestur Kára nefndist Hönnun manns – hvernig maðurinn skapast af samspili erfða og umhverfis. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, kynnti Kára í upphafi og stýrði svo fyrirspurnum í framhaldi af fyrirlestrinum. Fleiri fyrirlestrar í fyrirlestraröð rektors munu verða haldnir á afmælisárinu. | ||