Chinatown (1974)
Leikstjóri: Emile Ardolino
Sýnd í Háskólabíói mánudaginn 7. febrúar kl. 20:00.
Opnunarmyndin er Chinatown í leikstjórn Roman Polanskis, rökkurmynd (film noir) frá árinu 1974. Myndin segir frá einkaspæjaranum Jake Gittes (Jack Nicholson) sem fenginn er til að rannsaka meint framhjáhald stjórnmálamanns að beiðni eiginkonu hans. Þetta reynist vera mál sem vindur hratt upp á sig, ekkert er eins og það sýnist og fjótlega er Gittes kominn á kaf í spillingarmál sem tengist vatns- og landréttindum í Kaliforníuríki. Með önnur hlutverk fara Faye Dunaway og John Huston. Myndin var á sínum tíma tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna og hlaut handritshöfundurinn, Robert Towne, verðlaunin fyrir besta frumsamda handritið.
Chinatown var síðasta myndin sem Roman Polanski leikstýrði í Bandaríkjunum en hann flúði land stuttu eftir gerð hennar undan ákærum um kynferðisbrot. Myndin átti að vera sú fyrsta í fyrirhuguðum þríleik um auðlindaspillingu en brottför Polanskis setti strik í reikninginn. Árið 1990 leikstýrði Jack Nicholson sjálfur framhaldinu: The Two Jakes. Hún hlaut litla náð fyrir augum gagnrýnenda og áhorfenda og var þriðja myndin, Cloverleaf, því aldrei gerð. Anga af þeirri sögu má þó finna í Disney-myndinni Who Framed Roger Rabbit?
Til stendur að sýna hátt í 30 myndir á árinu . Á vormánuðum verða þessar myndir til sýningar:
7. febrúar | Chinatown (1974) | Roman Polanski |
14. febrúar | Dirty dancing (1987) | Emile Ardolino |
21. febrúar | Blár - Hvítur - Rauður (1993-1994) | Krzysztof Kieslowski |
28. febrúar | Schindler's List (1993) | Steven Spielberg |
7. mars | Superman (1978) | Richard Donner |
14. mars | Psycho (1960) | Alfred Hitchcock |
21. mars | Nikita (1990) | Luc Besson |
4. apríl | Wild at heart (1990) | David Lynch |
11. apríl | Fanny och Alexander (1982) | Ingmar Bergman |
18. apríl | Cinema Paradiso (1988) | Giuseppe Tornatore |
25. apríl | Fargo (1996) | Joel og Ethan Coen |
2. maí | Othello: The Moor of Venice (1952) | Orson Welles |