Coming to America

Coming to America (1988)

Leikstjóri: John Landis 

Handrit: David Sheffield og Barry W. Blaustein eftir sögu Eddie Murphy.

Leikarar:  Eddie Murphy, Arsenio Hall, James Earl Jones, John Amos, Cleo McDowell, Madge Sinclair, Shari Headley, Paul Bates, Eriq La Salle, Frankie Faison, Vanessa Bell, Louie Anderson, Allison Dean, Sheila Johnson, Jake Steinfeld, Calvin Lockhart, Samuel L. Jackson, Vondie Curtis-Hall, Don Ameche, Ralph Bellamy, Garcelle Beauvais, Cuba Gooding Jr., Clint Smith

Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast. Coming to America er fyrsta myndin af mörgum þar sem Eddie Murphy tekur að sér að leika margar mismunandi persónur.

Prinsinn ákveður að hann vilji finna ástina á sínum eigin forsendum og án þess að viðkomandi stúlka viti hver hann í raun og veru er, í von um að hún verði ástfangin af honum sjálfum en ekki vegna stöðu hans í lífinu. Besti vinur prinsins, sem jafnframt er hans helsti aðstoðarmaður, sem leikinn er af Arsenio Hall, fylgir honum í Queens-hverfið í New York því hvar væri nú betri staður til að finna nýja drottningu en í Queens? 

Saman leigja þeir íbúð með einum glugga og múrsteinsveggjum, sem áður var notuð í vafasömum tilgangi. Prinsinn fær sér vinnu á skyndabitastaðnum McDowals sem er í hverfinu en verður fljótt ástfanginn af dóttur eiganda staðarins, sem býr yfir öllum þeim eiginleikum sem prinsinn leitaði að. Prinsinn og aðstoðarmaður hans sigla undir fölsku flaggi og segjast vera erlendir skiptinemar. Myndin snýst um tilraunir prinsins til þess að vinna hönd stúlkunnar, en hún reiðist mjög þegar hún kemst að hinu sanna.

Myndin varð afar vinsæl í kvikmyndahúsum þegar hún kom út og hlaut jafnframt tvær tilnefningar til óskarsverðlauna, fyrir bestu búningana og bestu kvikmyndaförðunina. 

deila á facebook