Flashdance (1983)
Leikstjóri: Adrian Lyne
Framleiðendur: Don Simpson og Jerry Bruckheimer
Leikarar: Jennifer Beals, Michael Nouri, Lilia Skala, Sunny Johnson, Kyle T. Heffner, Lee Ving, Ron Karabtsos, Belinda Bauer, Malcolm Danare, Phil Bruns, Micole Mercurio ofl.
Flashdance verður sýnd mánudaginn 28. nóvember kl 20:00 í Stóra sal Háskólabíós og er miðaverð 500 kr.
Hin 18-ára gamla Alexandra "Alex" Owens (Jennifer Beals) vinnur í verksmiðju í Pittsburgh, Pennsylvaniu á daginn og sem dansari á bar á kvöldin. Hún býr ein í yfirgefnu vöruhúsi með hundinum sínum. Þó að Alex skorti formlega dansþjálfun, ákveður hún að sækja um í virtum danskóla.
Þegar Alex ætlar að hætta við að sækja um í dansskólann hvetur fyrrverandi balletdansarinn Hanna Long (Lilia Skala) hana til þess að sækja um. Kærasti Alex útvegar síðar henni áheyrnarprufu í dansskólanum. Rétt áður en að áheyrnarprufan á að hefjast kemur Alex við hjá danskennaranum sínum (Hanna Long) og kemst að því að hún hafi látist stuttu áður. Þegar prufan loksins hefst fellur Alex í gólfið í byrjun en rís aftur upp og leggur allt í dansinn, sem verður eflaust tilfinningahlaðnari en ella vegna fráfalls danskennara hennar. Prufan gengur vonum framar og Alex hleypur út á eftir og stekkur í fang kærasta síns sem bíður hennar með fangið fullt af rósum.
Tvö lög úr myndinni urðu mjög vinsæl, titillag myndarinnar What a feeling eftir Irene Cara, en lagið hlaut óskarsverðlaunin og Golden globe verðlaunin. Hitt lagið, Maniac, eftir Michael Sembello var tilnefnt til óskarsverðlaunana.
Skemmst er frá því að segja að Jennifer Beals naut aðstoðar annarra dansara (body- double) í flestöllum dansatriðunum.