Indiana Jones- Raiders of the Lost Ark

Indiana Jones - Raiders of the Lost Ark (1981)

Leikstjóri: Steven Spielberg

Leikarar: Harrison Ford, Karen Allen, Paul Freeman, Ronald Lacey, John Rhys-Davies, Denholm Elliott, Wolf Kahler, Alfred Molina, Vic Tablian.

Myndin gerist árið 1936 þegar prófessor í fornleifafræði, Indiana Jones, fer á vit ævintýra um frumskóga Suður- Ameríku.

Leitin að týndu örkinni kemur við sögu í fyrstu köflum Biblíunnar, en Indiana Jones og félagar finna vísbendingu um hvar hún gæti verið í raun og veru og hefja ævintýralega leit að henni. Ákveðinn nasistaflokkur sækist eftir því sama og gerir allt til þess að stöðva hetjurnar í þeim tilgangi að finna týndu örkina á undan þeim.

Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna árið 1982 og hlaut fern, fyrir bestu listrænu stjórnina, bestu klippinguna, besta hljóðið og bestu tæknibrellurnar (visual effects).

Myndirnar Indiana Jones and the Temple of Doom (1984) og Indiana Jones and the Last Crusade (1989) fylgdu í kjölfarið. 

deila á facebook