Top Gun

Top Gun (1986)

Leikstjóri: Tony Scott

Handritshöfundar: Ehud Yonay, Jim Cash, Jack Epps, Jr.

Leikarar: Tom Cruise, Kelly McGillis, Anthony Edwards, Val Kilmer, Tom Skerritt

Myndin segir frá flugmanninum og kokhrausta töffaranum Pete „Maverick“ Mitchell (Tom Cruise), sem eftir mikið flugafrek, býðst að nema við virtan herþotuskóla Bandaríska sjóhersins, sem þekktur er undir nafninu TOPGUN. Þar þarf Maverick að sanna sig við erfiðar aðstæður, takast á við yfirmenn og samnemendur og kveða niður drauga fortíðar. Inn í þessar aðstæður fléttast síðan ástarævintýri við einn af kennurum skólans, stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood (Kelly McGillis).

Top Gun var ein vinsælasta mynd ársins 1986 í kvikmyndahúsum um heim allan, gjörsigraði mynbandamarkaðinn og gerði Tom Cruise að stórstjörnu.  Þá er Top Gun er sennilega jafn fræg fyrir tónlistina sem fylgdi henni eins og söguna. Hljómplatan með lögum úr myndinni sat í fimm vikur í efsta sæti Billboards metsölulistans og þá hlaut lagið „Take my breath away“ með hljómsveitinni Berlin Óskarsverðlaun sem besta lag í kvikmynd árið 1987. Gagnrýnendur voru ekki allir jafn hrifnir, hún fékk jákvæða dóma í bland við neikvæða, og þau verðlaun sem hún sópaði að sér tengdust öll tæknilegum atriðum svo og tónlistinni.

Bandaríski sjóherinn var hins vegar himinn lifandi með myndina. Hún var framleidd með þeirra blessun og jafnvel  var nokkrum hafði atriðum breytt eða þau löguð eftir þeirra óskum. Því má segja að einhverju leiti sé um 110 mínútna kynningarmyndband að ræða, því umsóknum í sjóherinn rigndi inn í kjölfar sýninganna. Fjöldi  umsókna  í sjóherinn frá  ungum og æstum karlmönnum ,sem vildu upplifa þvílíka ævintýri og spennu og myndin lofaði fimmfaldaðist eftir myndina. Staðreyndin er hins vegar sú að starfið er alveg jafn hættulegt og því er lýst í myndin, rétt  eins og hinn þaulreyndi flugmaður, Art Scholl, komst að raun um. Hann var fenginn til að mynda  vandasamt flugbragð sem vera átti í myndinni, láta þotuna snúast án þess að halla og ná mynd af því. Scholl var ýmsu vanur og að því leyti var engin hætta á ferð. Hins vegar hafði gleymst að gera ráð fyrir þyngd kvikmyndatökuvélarinnar og þegar vélin fór að snúast náði hann ekki að rétta hana af. Hún hrapaði í Kyrrahafið og hvorki Scholl né þotan fundust nokkurn tímann.

Blessuð sé minning Scoll, guð geymi Goose og lengi lifi Maverick!

deila á facebook