Vísindaþættir HÍ
Fjársjóður framtíðar – Vísindin í Háskóla Íslands
Sjónvarpið sýnir þrjá vandaða þætti um vísindarannsóknir við Háskóla Íslands núna í haust í tilefni af aldarafmæli skólans. Tilgangurinn með þáttunum er að veita fólki skarpa sýn á hið fjölbreytta starf sem vísindamenn Háskólans sinna og hvernig þeir vinna við rannsóknir við afar ólíkar aðstæður. Þættirnir ná yfir vísindarannsóknir á öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.
Fyrsti þátturinn verður sýndur um klukkan 20.40 þriðjudagskvöldið 8. nóvember og hinir tveir næstu tvö þriðjudagskvöld þar á eftir, 15. nóvember og 22. nóvember, í bæði skiptin klukkan 20.40
Kvikmyndatökur hafa farið fram víða um land, m.a. á Skjálfandaflóa, í Grímsvötnum, á Eyjafjallajökli á meðan á eldsumbrotum stóð og í framhaldi af þeim, á Langjökli, undir Snæfellsjökli, í Fljótshlíð, við Heklurætur, á Skriðuklaustri, í Reykjavík, Hvalfirði og víðar.
Framleiðandi er Kukl, kvikmyndatökumaður er Bjarni Felix Bjarnason, um samsetningu og klippingu sér Konráð Gylfason en dagskrárgerð og stjórn upptöku er í höndum Jóns Arnar Guðbjartssonar, sviðsstjóra hjá HÍ.

- Stiklur úr vísindaþáttunum
- Vísindaþættir í nærmynd
-
Rannsókn á nýrri meðhöndlun krabbameins, sem Vivek S. Gaware doktorsnemi við Háskóla Íslands vinnur að frekari þróun á...
-
Örljóstækni er tiltölulega nýtt rannsóknasvið sem fellur undir örtækni (nanótækni). Þetta rannsóknasvið hefur...
-
„Svefn er mjög mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn á nóttu, en algengt er...
-
Mikið hefur verið rætt um ímynd Íslands í fjölmiðlum í þeirri efnahagslegu kreppu sem Íslendingar glíma nú við. Ímynd...
-
Þjóðfræði kemur við sögu í vísindaþættinum Fjársjóður framtíðar þar sem við heyrum hljóðið í Terry Gunnel, prófessor í...
-
„Ný könnun okkar á þjóðtrú Íslendinga hefur sýnt að hún er jafnsterk og hún var fyrir þrjátíu árum. Íslendingar...
-
„Dróttkvæðin eru einstakar heimildir um samtíma sinn og hafa ekki verið aðgengileg í greinargóðri og handhægri...
-
Vefsvæðið handrit.is hreppti Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands sem veitt voru á Nýsköpunarmessu HÍ í fyrra....