UNESCO vottar tungumálamiðstöð SVF


Aðalmynd: 
UNESCO vottar tungumálamiðstöð SVF

Alþjóðleg tungumálamiðstöð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands hefur fengið samþykki Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, til að starfa undir formerkjum hennar. Í vottun UNESCO felst mikil viðurkenning á störfum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og stuðningur við framtíðaráform hennar. Efnt verður til samkeppni um hönnun byggingar fyrir tungumálamiðstöðina og aðra starfsemi stofnunarinnar og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun árið 2014.

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
deila á facebook