Ljósmyndir

Ljósmyndagallerí Háskóla Íslands

Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands eru ljósmyndir frá afmælisárinu hér gerðar aðgengilegar. Í upphafi ársins var ljósmyndasamkeppni haldin á meðal nemenda og starfsmanna skólans. Viðfangsefnið var háskólalíf í sinni víðustu merkingu og varð myndefnið á einhvern hátt að tengjast Háskóla Íslands eða tenglsin urðu að vera útskýrð í myndatexta. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þær þrjár myndir sem hlutskarpastar urðu í rafrænni kosningu. Í marsmánuði voru 10 myndir sem mestrar hylli nutu, stækkaðar og hengdar upp á Háskólatorgi, en sýningin mun standa yfir miðjan maí.

Hins vegar geta lesendur afmælisvefsins skoðað myndagallerí þeirra viðburða sem haldnir hafa verið á afmælisárinu 2011. Af ýmsu er af taka, en hægt er að fletta í gegn um myndasöfnin með því að smella á myndirnar, þær stækka og því næst er hægt að nota örvarnar efst í hornum myndarinnar til þess að skoða fleiri myndir.

Myndir aldarafmælisársins

Hér er hægt að skoða myndagallerí þeirra viðburða í Háskóla Íslands það sem af er af afmælisárinu árið 2011. Albúmin raðast í tímaröð.

Myndir úr ljósmyndakeppni

Hér er hægt að skoða allar innsendar myndir sem bárust í ljósmyndasamkeppni Háskóla Íslands sem haldin var í tilefni aldarafmælis skólans. Tíu hlutskörpustu myndirnar raðast fremst, en vinningsmyndirnar þrjár eru auðkenndar á forsíðu.

  • Myndir og miðlun
  • Ferskir hugar
  • Án titils