Myndbönd

Ábyrgð stjórnmálakerfisins?

Meinsemdin bjó í stjórnmálakerfinu. Það datt engum í hug að bandarísk stjórnvöld hefðu orsakað fellibylinn Katarinu sem lagði New Orleans í rúst en hins vegar voru þau harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega það sama á við um íslenskt stjórnkerfi sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook