Myndbönd

Brostu með hjartanu

Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra, fjallar um uppbyggingu og samhæfingu þjónustu fyrir einstaklinga í atvinnuleit. Erindi hennar er hrífandi og snjallt. Hún varpar upp fallegum myndum sem hún nýtir til að sýna hvernig Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra hefur með framsækni bætt mannlíf í landshlutanum.

Fullt var út úr dyrum í Hringstofu í Háskólatorgi þegar fyrsti hlutinn í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur fór þar fram. Markmið fyrirlestranna er að fræða ungt fólk á Íslandi um stærsta mál samtímans hér á landi, fjármálakreppuna, og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.

deila á facebook