Myndbönd

Doktorsneminn síhlaupandi

Hann hafði meira vit á beljum en fiski enda alinn upp í sveit í Skagafirði þar sem hann fékk að hlaupa af sér hornin. Í ár gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu, fyrstur Íslendinga í 26 ár. Þetta var þó bara í annað skiptið á ævinni sem Björn Margeirsson hljóp maraþon. Hann hefur heldur aldrei unnið í fiski en sjávardýrin koma samt töluvert við sögu í doktorsnámi hans í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans þar lúta nefnilega m.a. að ferla- og varmaflutningum í vinnslu og flutningum sjávarafurða. Björn segir að doktorsnám og langhlaup eigi ýmislegt sameiginlegt.

Þessi sjónvarpsfrétt birtist á fréttavefnum www.student.is 11. september 2010.

deila á facebook