Myndbönd

Dr. David Suzuki í Háskóla Íslands

Húsfyllir var á fyrirlestri Dr. David Suzuki í Háskóla Íslands laugardaginn 1. október 2011 á málþinginu „Hvað getum við gert?“ Þar ræddi hann um ástæður þess að almenningur og ráðamenn sýna umhverfismálun slíkt fálæti sem raun ber vitni. 

Hinn víðfrægi heimildamyndagerðarmaður, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, hélt erindi um hvers vegna svo erfitt reynist að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða. Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis svaraði hann fyrirspurnum úr sal.

deila á facebook