Myndbönd

Endurtekin stef um ofsa, óhóf og ágirnd

Guðrún Nordal tíundar hér hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réð miklu um fall í íslensku samfélagi í tíð Sturlunga. Þetta þykir mörgum ríma óþægilega við fjölda atburða í nútímanum. Þótt Guðrún fjalli hér um býsna alvarleg mál er erindi hennar launfyndið og stórskemmtilegt.

Fullt var út úr dyrum í Hringstofu í Háskólatorgi þegar fyrsti hlutinn í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur fór þar fram í janúar 2009. Markmið fyrirlestranna er að fræða ungt fólk á Íslandi um stærsta mál samtímans hér á landi, fjármálakreppuna, og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.

deila á facebook