Myndbönd

Góðir fjölmiðlar kosta sitt, en vondir kosta okkur meira

Valgerður A. Jóhannsdóttir verkefnisstjóri og aðjúnkt í blaða– og fréttamennsku segir ljóst að fjölmiðlarnir hafi ekki staðið sig vel á árunum fyrir hrun þrátt fyrir mikla umfjöllun um viðskipti og fjármál. Stór hluti viðskiptafrétta hafi verið fréttatilkynningar og sjálfstæð efnisöflun var lítil. Fréttir hafi verið jákvæðar um og fyrir viðskiptalífið enda ekki við öðru að búast þar sem 15% fréttanna byggðust einvörðungu á fréttatilkynningum fyrirtækjanna og í 37% tilfella voru þær ein af heimildunum.

Dagana 26. – 30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook