Myndbönd

Háskóli unga fólksins

Háskóli unga fólksins í ár verður haldinn dagana 6. - 10. júní á háskólasvæðinu. Skráning hefst klukkan 08:00 2. maí 2011.

Fjölmörg námskeið verða í boði og farið verður um heima og geima vísindanna. Sendu okkur póst á ung@hi.is og við sendum þér nánari upplýsingar um HUF 2011 við fyrsta tækifæri.

Nemendur í Háskóla unga fólksins geta valið á milli fjölmargra námskeiða og raða sjálfir saman sinni eigin stundatöflu. Kennsla stendur yfir frá kl. 9 til 15 og er léttur hádegisverður innifalinn í námskeiðsgjaldinu. Háskóli unga fólksins er opinn grunnskólanemendum sem eru fæddir á árunum 1995-1999 (í 6.-10. bekk grunnskóla).

Sumarið 2011 verður starfsemi Háskóla unga fólksins óvenju fjölbreytt og ferðast skólinn m.a. um landið með Háskólalestinni á tímabilinu frá apríl og fram í ágúst. Þá verða haldin námskeið víða um landið í samstarfi við grunnskóla, sveitarfélög, Rannsóknasetur HÍ og fleiri.

deila á facebook