Myndbönd
Hátíð brautskráðra doktora
Þann 1. desember 2011 efndi Háskóli Íslands í fyrsta sinn til Hátíðar brautskráðra doktora í Hátíðasal Aðalbyggingar. Þar tóku þeir doktorsnemar, sem varið hafi ritgerðir sínar við Háskóla Íslands undanfarið ár, við gullmerki háskólans að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra, rektor háskólans, forsetum fræðasviða og deildarforsetum. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur viðburður hér eftir.
Doktorsnám við Háskóla Íslands hefur verið eflt verulega síðustu ár og fjöldi brautskráðra doktora hefur margfaldast á örfáum árum. Á aldarafmælinu munu 50 doktorsvarnir fara fram og hafa þær aldrei verið fleiri á einu ári. Hátíð brautskráðra doktora 1. desember er ætlað að vekja athygli á vexti doktorsnámsins og heiðra þá doktora sem brautskráðst hafa frá háskólanum.

- Afmælismyndbönd
-
- Lifandi myndir háskólafólks
-
- Fyrirlestraraðir
-
- Nemendamyndbönd
-