Myndbönd

Hjálækningar óperusöngvara

Hjálækningar óperusöngvara - lifandi starfsgreinahefð er hluti þáttaraðar sem unnin var árin 2010 og 2011 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

Myndbandið er byggt á BA ritgerð Ólafar Breiðfjörð. Í þættinum ræðir Ólöf um nokkrar af helstu óhefðbundnu hjálækningaaðferðum sem óperusöngvarar nota til að halda raddheilsunni í lagi og hvernig slík starfsgreinahefð myndar sterk tengsl innan söngvarahópsins.

Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Ólöfu Breiðfjörð, Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvara og Timothy Tangherlini þjóðfræðing.

Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

deila á facebook