Myndbönd

Hrunið og hnattvæðingin

Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði fjallaði um hvernig Ísland varð sýnidæmi um róttæka stefnu nýfrjálshyggju og hnattvæðingar. Íslendingar hafi orðið sérfræðingar í að finna fé án hirðis. Fjölskyldufyrirtæki urðu að hlutafélögum og fjárfestingabankastarfsemi setti fjármagnið í lykilstöðu í samfélaginu.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild, stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook