Myndbönd
Íslenski þjóðbúningurinn
Þjóðfræði í mynd
Íslenski þjóðbúningurinn er hluti þáttaraðar sem unnin var sumarið 2010 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Myndbandið er byggt BA ritgerð Ingibjargar Hönnu Björnsdóttur, Þráðurinn á milli fortíðar og nútíðar: Ímyndarsköpun í íslenskum fatnaði fyrr og nú, sem hún skrifaði í þjóðfræði árið 2009. Í þættinum er fjallað um þróun íslenska þjóðbúningsins og vikið sérstaklega að þætti Sigurðar Guðmundssonar málara. Einnig er fjallað um hlutverk búningsins í ímyndarsköpun þjóðernisins og kvengervingu þess.
Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Ingibjörgu Hönnu Björnsdóttur og Valdimar Tryggva Hafstein dósent í þjóðfræði.
Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

- Afmælismyndbönd
-
- Lifandi myndir háskólafólks
-
- Fyrirlestraraðir
-
- Nemendamyndbönd
-