Myndbönd

Kreppan, lýðræðið og stjórnarskráin

Björg Thorarensen ræðir hér lýðræðið og stjórnarskrána í gríðarlega fróðlegu erindi. Björg ræðir meðal annars mikilvægi stjórnlagaþings og einnig það hvernig núverandi stjórnarskrá hefur reynst við að mæta vandanum sem fylgt hefur kreppunni. Björg ræðir kosti þess að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá sem tekur betur á því gjörningaveðri sem glímt er við í samtímanum.

Fullt var út úr dyrum í Hringstofu í Háskólatorgi þegar fyrsti hlutinn í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur fór þar fram í janúar 2009. Markmið fyrirlestranna er að fræða ungt fólk á Íslandi um stærsta mál samtímans hér á landi, fjármálakreppuna, og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.

deila á facebook