Myndbönd
M og R er merkið mitt
M og R er merkið mitt er hluti þáttaraðar sem unnin var sumarið 2010 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Myndbandið er byggt á samnefndri BA ritgerð Ciliu Marianne Úlfsdóttur sem hún skrifaði í þjóðfræði árið 2008. Þar fjallar Cilia um hefðir og siði sem skapast hafa í Menntaskólanum í Reykjavík og gildi þeirra í skólasamfélaginu.
Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Ciliu Marianne Úlfsdóttur, Kristínu Einarsdóttur aðjúnkt í þjóðfræði, Einar Lövdahl Gunnlaugsson Inspector Scholae veturinn 2010-2011 og Þorstein Guðmundsson grínista og fyrrverandi MR-ing.
Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

- Afmælismyndbönd
-
- Lifandi myndir háskólafólks
-
- Fyrirlestraraðir
-
- Nemendamyndbönd
-