Myndbönd
Mesta fjörið er alltaf í eldhúsinu og matur er manns gaman
Mesta fjörið er alltaf í eldhúsinu og matur er manns gaman er hluti þáttaraðar sem unnin var árin 2020 og 2011 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.
Myndbandið er byggt á BA ritgerðum Sigrúnar Hönnu Þorgrímsdóttur og Berglindar Mari Valdemarsdóttur. Í þættinum ræða þær Sigrún og Berglind um þróun eldhússins á 20. og 21. öld, þær félagslegu ástæður sem liggja að baki og hvernig við sviðsetjum okkur þegar við bjóðum fólki í mat.
Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

- Afmælismyndbönd
-
- Lifandi myndir háskólafólks
-
- Fyrirlestraraðir
-
- Nemendamyndbönd
-