Myndbönd

Ráðherraábyrgð

Þórður Bogason, hrl. og stundakennari við lagadeild, segir að Rannsóknarnefndin fjalli ekki í skýrslunni um ábyrgð ráðherra en meti það þó svo að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hafi brugðist.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild, stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook