Myndbönd

Sjálfbærni og endurreisn

Brynhildur Davíðsdóttir fjallar hér um sjálfbærni og sýnir hvernig auðlindir náttúrunnar eru okkur aðgengilegar í hagrænu ljósi. Hún bendir á hversu mikilvægt það sé fyrir mannkynið að taka upp sjálfbæra þróun til að tryggja velferð í framtíðinni. Erindi Brynhildar sýnir hvernig náttúran býður okkur þjónustu sína með ýmsum hætti í hringrás framboðs og eftirspurnar fyrirtækja og heimilanna.

Fullt var út úr dyrum í Hringstofu í Háskólatorgi þegar fyrsti hlutinn í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur fór þar fram í janúar. Markmið fyrirlestranna er að fræða ungt fólk á Íslandi um stærsta mál samtímans hér á landi, fjármálakreppuna, og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.

deila á facebook