Myndbönd

Sótt að sannleikanum - Tíðarandi hroka og siðleysis

Stefán Ólafsson, prófessor fjallaði í fyrirlestri sínum um hlutverk frjálshyggjunnar í tíðarandanum fram að hruninu. Frjálshyggja sótti almennt á í þjóðmálaumræðunni á Vesturlöndum eftir 1980 og á Íslandi gekk sú þróun mjög langt.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook