Myndbönd

Stefnumót við Bakkus

Stefnumót við Bakkus er hluti þáttaraðar sem unnin var sumarið 2010 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Myndbandið er byggt á samnefndri BA ritgerð Steinunnar Guðmundardóttur sem hún skrifaði í þjóðfræði árið 2006. Þar fjallar Steinunn um drykkjusiði Íslendinga og mismundandi viðhorf til þeirra sem áberandi eru í þjóðfélagsumræðunni. Einnig veltir hún fyrir sér stefnumótamenningu íslendinga og sambandi hennar við áfengisneyslu.

Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Steinunni Guðmundardóttur, Gísla Sigurðsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar og Tobbu Marinósdóttur rithöfund, blaðakonu og stefnumótasérfræðing.

Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

deila á facebook