Myndbönd

Stóð til hjá stjórnvöldum að rækta ríkið?

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við HÍ, sagði að vandinn hér hafi lengi verið skortur á gegnsæi og að allt of oft sé ekki nógu vandað til verka til dæmis við lagasetningu og fleira. Ríkið réttlæti nefnilega tilvist sína með hlutverki sínu um að vernda landsmenn, tryggja velferð og réttvísi, segja rétt frá og veita aðgang að góðum upplýsingum.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook