Myndbönd

Sýnd og reynd; um mikilvægi málefnalegrar rökræðu

Vilhjálmur Árnason, prófessor, velti fyrir sér fagmennsku stéttar upplýsingafulltrúa í fyrirlestri sínum. Starf þeirra hafi verið að hanna upplýsingar, umbúðir og ímynd fyrirtækjanna og athyglisvert væri að bera saman stöðu upplýsingafulltrúa við stöðu regluvarða.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook