Myndbönd

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr og nú

Þjóðfræði í mynd

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr og nú er hluti þáttaraðar sem unnin var sumarið 2010 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Myndbandið er byggt á BA ritgerð Elsu Óskar Alfreðsdóttur, „Þegar ágústnóttin nálgast nýt ég þess að vera til: Rannsókn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr og nú“, sem hún skrifaði í þjóðfræði árið 2007. Þar fjallar Elsa um sögu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, breytingar sem á henni hafa orðið í gegnum tíðina.

Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Elsu Ósk Alfreðsdóttur og Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði. Ritgerð Elsu má nálgast hér: hdl.handle.net/​1946/​6998

Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

deila á facebook