Myndbönd

Þrettán manns í ferða- og skemmtanadeild

Með þessum titli vísar Salvör Nordal til starfshátta sem tíðkuðust innan bankanna. Salvör sagði að sér sýndist það vera nokkuð rótgróið viðhorf í samfélaginu að líta á lög sem hindranir sem legðu stein í götu athafnamanna.

Dagana 26.–30. apríl 2010 voru haldnir opnir umræðufundir í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Uppgjör, ábyrgð og endurmat: Lærdómar af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Markmiðið með fundunum var að draga fyrstu lærdóma af niðurstöðum skýrslunnar og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni. Málshefjendur komu úr hagfræðideild, lagadeild, sagnfræði- og heimspekideild , stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

deila á facebook