Myndbönd

Ull er gull

Ull er gull er hluti þáttaraðar sem unnin var sumarið 2010 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Myndbandið er byggt á samnefndri BA ritgerð Soffíu Valdimarsdóttur sem hún skrifaði í þjóðfræði árið 2010. Þar fjallar Soffía um þróun íslensku lopapeysunnar og veltir fyrir sér hvers vegna hún nær slíkum vinsældum við upphaf 21. aldarinnar eftir að hafa verið nánast ósýnileg áratugina tvo fyrir aldamótin.

Í þættinum er rætt við höfund ritgerðarinnar Soffíu Valdimarsdóttur og Jón Þór Pétursson stundakennara í þjóðfræði.

Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

Ritgerð Soffíu má nálgast hér: hdl.handle.net/​1946/​4613

deila á facebook