Facebook og stafræn mannfræði

Daniel Miller, prófessor í mannfræði við University College í Lundúnum (UCL).

Daniel Miller, prófessor í mannfræði við University College í Lundúnum (UCL), flytur erindið Facebook and Digital Anthropology í boði Félags- og mannvísindadeildar og Mannfræðifélags Íslands þriðjudaginn 4. október kl. 15:00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

Fyrirlestur Millers gerir grein fyrir fyrstu mannfræðirannsókninni á afleiðingum Facebook-notkunar sem var gerð á Trinidad. Þar rannsakaði Miller hvernig samskiptasíðan hefur breytt félagslegum samskiptum og gefa niðurstöðurnar til kynna að notkun tengslasíða muni breytast töluvert í framtíðinni og verði hugsanlega mun mikilvægari fyrir eldra fólk en yngra.  Um rannsóknina má fræðast nánar í nýútgefinni bók Millers, Tales from Facebook (2011), og byggir fyrirlesturinn talsvert á þeirri bók.

Nýtt svið innan mannfræði

Í fyrirlestrinum notar Miller einnig rannsóknina til að lýsa nýju sviði innan mannfræðinnar, stafrænni mannfræði, en hann hefur nú komið á fót kennslu og rannsóknum á því sviði við UCL. Mannfræðin hefur ávallt beint sjónum sínum að félagslegum tengslum og ætti því að hafa sérstakan áhuga á rannsóknum á tengslasíðum á netinu. Nú nota um 600 milljónir samskiptasíðuna Facebook og notendum hennar fer fjölgandi á stöðum eins og Indónesíu og Tyrklandi. Flestar akademískar rannsóknir á síðunni hafa þó beinst að upphafi hennar, uppgötvun og notkun í Bandaríkjunum.

Daniel Miller hefur stundað rannsóknir á Trinidad, Jamaica, Indlandi og London. Þær hafa einkum beinst að efnismenningu, neyslu og tengslum fólks við hluti á borð við gallabuxur, heimili, fjölmiðla og bíla. Hann hefur gefið út fjölda greina og bóka, til að mynda The Comfort of Things (2008), The dialect of shopping (2001), Anthropology and the Individual (2009) og  Stuff (2009). 

Facebook and digital Anthropology

The study of a social networking site should be of particular interest to a discipline called Social Anthropology whose primary focus has always been social networking. Most academic treatments of Facebook have remained rooted in the study of its origins, including its invention and its usage within the US. But today there are 600 million users expanding rapidly in places such as Indonesia and Turkey. This talk is based on the first anthropological study of the consequences of Facebook for a given population, based on a study of usage in Trinidad. The research suggests that the future of social networking is likely to be very different from its origins being, for example, potentially more important for the elderly than the young. The case study of Facebook will then be used to illustrate the emergent field of Digital Anthropology.

Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn í viðburðadagatali skólans

deila á facebook