Ferðalag um Háskóla Íslands

Lilja Dögg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, kynnir fyrir okkur þjónustu Háskóla Íslands. Á Háskólasvæðinu er glæsileg aðstaða fyrir nemendur og öll aðstaða í Háskólanum er til fyrirmyndar. Í flestum byggingum er lesaðstaða og tölvuver og bókasöfn eru víða um svæðið.
Á Háskólatorgi er nokkurs konar þjónustutorg sem iðar af mannlífi liðlangann daginn, þar er Nemendaskrá til húsa, tölvuþjónusta, Alþjóðaskrifstofa, Náms- og starfsráðgjöf, Stúdentaráð og síðast en ekki síst Félagsstofnun stúdenta sem m.a. rekur Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta og veitingastaðinn Hámu sem selur hollan og góðan mat til stúdenta allt árið um kring.
