Ferðalag um Háskóla Íslands

Lilja Dögg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, kynnir fyrir okkur þjónustu Háskóla Íslands. Á Háskólasvæðinu er glæsileg aðstaða fyrir nemendur og öll aðstaða í Háskólanum er til fyrirmyndar. Í flestum byggingum er lesaðstaða og tölvuver og bókasöfn eru víða um svæðið.

Á Háskólatorgi er nokkurs konar þjónustutorg sem iðar af mannlífi liðlangann daginn, þar er Nemendaskrá til húsa, tölvuþjónusta, Alþjóðaskrifstofa, Náms- og starfsráðgjöf, Stúdentaráð og síðast en ekki síst Félagsstofnun stúdenta sem m.a. rekur Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta og veitingastaðinn Hámu sem selur hollan og góðan mat til stúdenta allt árið um kring.

Fjársjóður framtíðar, þátturinn í heild sinni

deila á facebook