Fyrsti rafeindareiknir Háskóla ÍslandsReiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) stofnuð í desember þetta ár til þess að sjá um rekstur IBM 1620 tölvu Háskólans með 40.000 (40 KB) stafa minni og ritvél sem inntaks-/úttakstæki. Framkvæmdabankinn gaf Háskóla Íslands tölvuna. Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið „computer“ varð orðið „tölva“ fyrir valinu.

Sjá nánar

Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orðið rafeindareiknir.