Raunvísindastofnun tekur til starfa



Raunvísindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa 12. júlí þetta ár. Forveri hennar var Eðlisfræðistofnun háskólans. Byggingarframkvæmdir undir starfsemi stofnunarinnar við Dunhaga 3 hófust vorið 1964. Samkvæmt reglugerð var stofnuninni skipt í fjórar stofur, í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðeðlisfræði, og tók stofnunin til starfa þótt húsnæðið væri ekki fullbúið.

Sjá nánar

Forsaga málsins er sú að Bandaríkjastjórn ákvað að færa Háskóla Íslands fimm milljónir íslenskra króna að gjöf í tilefni af 50 ára afmæli skólans.Ákveðið var í samráði við háskólarektor að fénu yrði varið til eflingar raunvísindarannsókna við Háskóla Íslands og að reisa byggingu sem rúmað gæti þá rannsóknastarfsemi. Var kostnaðurinn vegna hennar greiddur með umræddu gjafafé Bandaríkjastjórnar, fé frá Happdrætti Háskóla Íslands og úr ríkissjóði.