Afhending FlateyjarbókarMagnús Már Lárusson háskólarektor tekur við Flateyjarbók úr höndum Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra þann 21. apríl 1971.

Sjá nánar

Jón Finnson í Flatey gaf Brynjólfi Sveinssyni biskupi Flateyjarbók 1647 en biskup sendi hana Friðriki þriðji Danakonungi árið 1656. Fullar þrjár aldir var Flateyjarbók einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, en gjafahringnum var lokað síðasta vetrardag 1971, þegar Helge Larsen menntamálaráðherra Dana afhenti hana Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra með orðunum "Vær så god! Flatøbogen."