68 kynslóðinÞegar „68-kynslóðin“ var áberandi í samfélaginu urðu til margar nýjar hugmyndir um hlutverk námsmanna. Námsmenn voru ekki lengur fyrst og fremst karlkyns og úr efri stéttum þjóðfélagsins heldur voru þeir nú af báðum kynjum, upprunnir úr flestum stéttum og gengu inn í háskólana með ólíkari hugmyndafræðilegan og félagslegan bakgrunn en forverar þeirra.

Sjá nánar

Óhefðbundin og pólitísk barátta stúdenta, grundvölluð í grasrótarstarfsemi, varð eitt af megineinkennum 68-hreyfingarinnar innan háskólanna. Átti hún eftir að móta Háskóla Íslands umtalsvert og setja sterkan svip á háskólalífið.