Háskóli Íslands stofnaður 17. júní 1911Háskóli Íslands stofnaður 17. júní 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Með þessu sköpuðust skilyrði fyrir íslenska vísindastarfsemi og markaði stofnun skólans tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. Stofnunarhátíð háskólans var haldin í neðrideildarsal Alþingishússins. Stúdentar voru 45 að tölu, 5 í guðfræðideild, 17 í lagadeild og 23 í læknadeild en í heimspekideild var enginn skráður. Skólinn fékk inni á neðri hæð Alþingishússins sem átti eftir að vera samastaður hans í nærri þrjá áratugi.

Sjá nánar

Fastir kennarar voru alls 11 að tölu, 9 prófessorar og 2 dósentar og 7 aukakennarar, allir í læknadeild. Háskólinn var settur í fyrsta sinn mánudaginn 2. október 1911 en reglugerð skólans var undirrituð 4. október, tveimur dögum eftir að skólinn tók til starfa.