Lagadeild


Lárus H. Bjarnason, prófessor í lagadeild. Háskólarektor 1913-1914.

Lagaskóli tók til starfa á Íslandi 1. október 1908 eftir rúmlega hálfrar aldar baráttu Íslendinga fyrir því að lagakennsla flyttist frá Danmörku til Íslands. Hann starfaði í þrjú ár, kennarar voru þrír og nemendur urðu samtals 15.

Sjá nánar

Enginn brautskráðist þó frá skólanum þar sem nemendurnir gengu inn í lagadeild Háskóla Íslands við stofnun hans árið 1911 og luku þaðan prófi. Kennarar Lagaskólans urðu prófessorar við lagadeildina og fyrstu laganemarnir luku þaðan embættisprófi vorið 1912. Lárus H. Bjarnason, sem gegnt hafði starfi forstöðumanns Lagaskólans og varð síðar rektor Háskóla Íslands (1913-1914), var kjörinn fyrsti forseti lagadeildar.