Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað



Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað 7. apríl. Þann dag komu sex konur saman í Reykjavík, að frumkvæði dr. Bjargar C. Þorláksson, í þeim tilgangi að stofna félag íslenskra háskólakvenna. Tilgangurinn var að koma á sambandi við menntakonur erlendis. Anna Bjarnadóttir, BA og kennari, gekkst þó aðallega fyrir stofnun félagsins sökum þess að Björg var búsett í Kaupmannahöfn.

Sjá nánar

Kallaði Anna á sinn fund þær Jóhönnu Magnúsdóttur lyfjafræðing, Katrínu Thoroddsen lækni, Kristínu Ólafsdóttur lækni, Laufeyju Valdimarsdóttur cand.phil. og Thyru Lange tannlækni. Fyrsta verkefnið var að sækja um inntöku í alþjóðafélagsskap háskólakvenna sem hafði verið formlega stofnaður 11. júlí 1919.