Vígsluræða rektors Háskóla ÍslandsStofnun Háskóla Íslands var órjúfanlega tengd baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæðu þjóðríki og því var rökrétt að skólinn væri formlega stofnaður á Alþingi á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Fyrsti rektor skólans, Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, nefndi það í vígsluræðu sinni að hann hefði vonir um að framtíðin yrði björt fyrir sjálfstæðar vísindarannsóknir á norðurhjara þótt háskólinn væri lítill og nýr.

Sjá nánar

Björn M. Ólsen rektor fjallaði um sannleiksleitina í ræðu sinni og lýsti því yfir að það væri markmið hins nýstofnaða háskóla að vera vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun. Til að ná þessu markmiði væri nauðsynlegt að háskólinn hefði fullkomið rannsóknafrelsi og kennslufrelsi. Hann lagði jafnframt áherslu á að Háskóli Íslands yrði að rækta erlent samstarf.